Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

29. fundur 11. apríl 2019 kl. 14:00 - 16:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-6.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-8.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir lið 9-14.

1.Mast óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Samherja fiskeldi vegna landaeldis að Núpsmýri í Öxarfirði

Málsnúmer 201903044Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Arnar Freyr Jónsson og Jón Kjartan sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum Samherja fiskeldis gagnvart bókun skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 26. mars s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Arnari Frey og Jóni Kjartani kynninguna.

Fyrir liggur yfirlýsing forsvarsmanna Samherja fiskeldis að ekki verði um aukna grunnvatnstöku að ræða samfara stækkun fiskeldisins. Í því ljósi veitir skipulags- og framkvæmdaráð jákvæða umsögn um fyrirhugaða stækkun fiskeldis í Núpsmýri að því gefnu að forsvarsmenn Samherja fiskeldis og landeigendur á svæðinu nái samkomulagi um stækkun lóðar fyrirtækisins.

2.Deiliskipulag útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 201804100Vakta málsnúmer

Unnin hefur verið tillaga að skipulags- og matslýsingu fyrir útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

3.Tillaga að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði - Ásbyrgi

Málsnúmer 201904051Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir afstöðu og samþykki Norðurþings fyrir að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Meðfylgjandi erindi er afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á að land Ásbyrgis sunnan þjóðvegar verði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.

4.Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 201904035Vakta málsnúmer

Hermann Benediktsson, f.h. Lagnataks ehf., óskar eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur á grundvelli deiliskipulags fyrir Garðarsbraut 20B á Húsavik.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarsamningur Garðarsbrautar 20B verði endurnýjaður til samræmis við gildandi deiliskipulag.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir stigahús við Auðbrekku 4

Málsnúmer 201904039Vakta málsnúmer

Kári Magnússon, f.h. húseiganda, óskar byggingarleyfis fyrir nýtt stigahús við Sjúkrahúsið á Húsavik að Auðbrekku 4. Fyrir liggja teikningar unnar af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt hjá AVH.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6.Samkomulag um hlaðinn vegg umhverfis Flókahús

Málsnúmer 201904040Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að samkomulagi um frágang hleðsluveggjar utan lóðar umhverfis fasteignina að Hafnarstétt 13. Drögin gera ráð fyrir að norðurveggur hleðslu verði færður til þeirrar staðsetningar sem áður hafði verið heimiluð, en að austurveggur fái að standa þar til mögulegar tilteknar aðstæður kalli á annað.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur fyrir sitt leyti fallist á þær tilhliðranir við lóðarhafa Hafnarstéttar 13 sem tillagan gengur út frá og leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði heimilað að ganga frá samkomulaginu fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 411 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2019

Málsnúmer 201810046Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingar á gjaldskrá hafna fyrir árið 2019 til samræmis við samkomulag um hafnarþjónustu á milli hafna Norðurþings og Hafnasamlag Norðurlands.
Umræddar breytingar snúa að hafnsögugjöldum, viðbættum gjöldum er varðar þjónustu dráttarbáts við hafnir Norðurþings og vegna báta í uppistöðu á hafnarsvæðum Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Aðrennslissvæði vatnsbóla Húsavíkur.

Málsnúmer 201812048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð verkfræðistofunnar Vatnskila í vinnu við afmörkun vatnsverndarsvæðis við Húsavík og mögulegar mótvægisaðgerðir vegna umferðar um svæðið.
Taka þarf ákvörðun um framhald þessarar grunnvinnu svo hægt verði að leggja fram tillögu til Heilbrigðisnefndar Norðurþings að afmörkun vatnsverndar í uppfærðu Aðalskipulagi Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar tilboðið en hyggst ekki fara í þessa vinnu að svo stöddu.

10.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Rotþrær í Reykjahverfi. Erindi hefur borist hverfisráði vegna losunar á rotþróm í Reykjahverfi. Ekki hefur tekist að koma á reglubundinni losun rotþróa sem er mjög miður því þegar kallað er eftir þjónustunni fyrir einstaka íbúa þá fellur til verulegur kostnaður sem ekki þyrfti ef ferðirnar væru nýttar betur. Hverfisráð beinir því til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að koma á betra skipulagi hvað þetta varðar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið.
Á síðasta ári tók gildi ný fráveitusamþykkt í Norðurþingi þar sem umsjón með tæmingu rotþróa var aftur sett á forsjá sveitarfélagsins, en áður höfðu rotþróaeigendur sjálfir umsjón með tæmingu sinna rotþróa.
Á síðasta ári stóð sveitarfélagið að tæmingu rotþróa í Reykjahverfi, en á þessu ári stendur til að tæma rotþrær í Kelduhverfi, Öxarfirði og á Sléttu. Mun tæming fara fram annað hvert ár, en innheimta rotþróargjalda mun fara fram samhliða innheimtu fasteignagjalda á sama hátt og innheimtu fráveitugjalda er háttað í þéttbýli.

11.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Heimreiðar í Reykjahverfi. Hverfisráð minnir á fyrri erindi varðandi viðhald heimreiða í Reykjahverfi og reyndar almennt í dreifbýli Norðurþings. Hér er vaxandi viðhaldsþörf sem brýnt er að mæta með skipulögðum viðhaldsverkefnum. Hvetjum við til þess að skipulags- og framkvæmdaráð vinni að og leggi fram áætlun um viðhald heimreiða og henni verði fylgt eftir í samstarfi við Vegagerðina. Í þessu samhengi óskar hverfisráð eftir upplýsingum um hverjum standi til boða nýting á samkomulagi milli Norðurþings og Malbikun Akureyrar ehf., telja má líklegt að einhverjir íbúar í Reykjahverfi vilji nýta sér þessa þjónustu. Einnig vekjum við athygli á því að neðri hluti þjóðvegarins í Reykjahverfi er mjög ósléttur og þar er orðin veruleg slysahætta.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Viðhald heimreiða í dreifbýli er á forsjá Vegagerðarinnar en ekki sveitarfélaga og því yrði áætlun skipulags- og framkvæmdaráðs hvað það varðar algerlega marklaus, hvort sem hún yrði unnin í samstarfi við Vegagerðina eða ekki. Hins vegar hefur byggðarráð óskað eftir fundi með Vegagerðinni til þess að ræða vegamál í sveitarfélaginu almennt og munu þessi mál verða rædd á þeim fundi.

Að beiðni verktaka og í ljósi minnkandi framlegðar við smærri verkefni, þá gildir sá samningur sem sveitarfélagið hefur gert við Malbikun Akureyrar ehf., aðeins vegna verkefna á vegum sveitarfélagsins.

12.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Endurnýjun hitaveitu í Reykjahverfi. Hverfisráð fagnar áformum Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að hefja framkvæmdir við endurnýjun hitaveitulagnir í Reykjahverfi á þessu ári. Er þess óskað að skoðað verði hvort hægt sé að nýta lagnaleiðina sem göngu- og hjólreiðastíga í framhaldinu. Hverfisráð minnir á að í nóvember s.l. var óskað eftir því að fá framkvæmdaáætlun verksins til kynningar og umfjöllunar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og hugmyndina en hyggst ekki framkvæma verkið.

13.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Snjómokstur í Reykjahverfi. Hverfisráð minnir á mikilvægi þess að gott skipulag sé á snjómokstri í Reykjahverfi sem og í sveitarfélaginu öllu, bæði á þjóðvegi og heimreiðum. Fyrirkomulag heimreiðamoksturs hefur verið í ágætu samráði við íbúa sem kjósa að þiggja þessa þjónustu og hvetur hverfisráð sveitarstjórn til að halda því fyrirkomulagi sem ríkt hefur í Reykjahverfi óbreyttu enda hefur það reynst til fyrirmyndar.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og mun nota sumarið til að endurskoða þessi mál.

14.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Hverfisráð Raufarhafnar vill koma á framfæri kvörtun vegna ástands á sorpsvæði þorpsins. Hverfisráð telur að merkingum á gámum sé verulega ábótavant og kallar eftir skýrum merkingum á gámum á fleiri tungumálum s.s. ensku og pólsku.
Til að koma í veg fyrir áframhaldandi ástand á gámasvæðinu hvetur hverfisráð sveitarfélagið til að hafa starfsmann á gámasvæðinu á Raufarhöfn og stýra þar með opnunartíma á svæðinu
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Þegar farið var af stað í að færa gáma til sorpmóttöku á Raufarhöfn í gömlu síldarþrónna, var áætlaður kostnaður við framkvæmdina töluvert lægri en raunverulegur kostnaður við verkefnið. Lagt var upp með að svæðið yrði girt af, það upplýst og á opnunartíma yrði þar starfsmaður þjónustumiðstöðvar á Raufarhöfn sem myndi sjá um rekstur svæðisins. Því miður hefur ekki verið unnt að veita öllu því viðbótar fjármagni til verkefnisins sem nauðsynlegt er svo hægt sé að ljúka því, en stefnt er að því að svo verði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma upp viðunandi merkingum við gámana.

Fundi slitið - kl. 16:25.