Fara í efni

Hverfisráð Raufarhafnar 2017

Málsnúmer 201709131

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 236. fundur - 08.12.2017

Ljóst er að fjórir aðilar hafa beðist undan setu í hverfisráði Raufarhafnar. Þá standa eftir tveir aðila, einn varamaður og einn aðalmaður.

Auglýst var eftir framboðum og tillögum í hverfisráð Raufarhafnar þann 28.11.2017 og frestur rann út klukkan 12:00 þann 6 .desember 2017.

Alls bárust fjögur framboð og sjö tilnefningar. Haft var samband við þá sjö aðila sem voru tilnefndir til þess að athuga áhuga þeirra á setu í ráðinu og hafði einn aðili af þeim áhuga á að sitja í ráðinu. Alls voru því fimm aðilar sem dregið var úr til setu í hverfisráð Raufarhafnar.

Dregið var úr tilnefningum og tekið tillit til kynjahlutfalla og er niðurstaðan að aðalmenn eru;
Adriana Haugiu
María Peters Sveinsdóttir
Gísli Briem

Varamenn eru;
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Þóra Soffía Gylfadóttir

Byggðarráð Norðurþings - 243. fundur - 15.02.2018

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu tvær fundargerðir Hverfisráðs Raufarhafnar frá 25. janúar og 5. febrúar.
Byggðarráð vísar fundargerð 2. fundar til umfjöllunar í Framkvæmdanefnd. Byggðarráð tekur undir áhyggjur heimamanna af stöðu sjúkraflutningamála.

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Á öðrum fundi hverfisráðs Raufarhafnar komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Gangstéttar, sum staðar er slysahætta, þörf á lagfæringu þeirra og laga kantsteina.
2. Grunnskóli og íþróttahús þarfnast viðhalds, klæða norðurhlið húsanna, skipta um glugga í skólahúsinu og malbika fyrir framan íþróttahús.
3. Ráðhús, þarf að endurnýja þak og malbika bílastæði fyrir framan húsið.
4. Félagsheimilið Hnitbjörg, hluti af þakinu lekur og liggur húsið undir skemmdum. Bæta þarf aðgengi fyrir fatlaða og malbika bílastæði við húsið. Það þarf að fara rækilega í lóðina en ekkert hefur verið gert við lóðina í áratugi. Hverfisráð óskar eftir því að garðyrkjustjóri komi til að taka út verkið á vordögum 2018.
5. Kirkjugarður, þarf að malbika svæðið þar í kring, best væri að malbika alla leið upp að vita. Þá vantar lýsingu þar sem fólk gengur mikið um svæðið.
6. SR lóð og mjölhús, gera þarf við þak á mjölhúsi. Ákveða þarf hvað á að gera með þessar lóðir.
7. Gamla slökkvistöðin, þarf að klæða húsið.
8. Ruslamál, hvernig er með staðsetningu gáma í þorpinu, hver er staðan á þessum málum? Rusl fýkur um allar trissur allt árið í kring og hafa starfsmenn áhaldahúss eytt miklum tíma í að hreinsa rusl af svæðinu í kringum gámana. Hverfisráð krefst úrlausna.
9. Umhverfið, það þarf að hreinsa úr skurðum á fenjasvæði staðarins, hverfisráð vill beita sér fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hreinsi sitt umhverfi.
10. Hraðahindranir, mikil þörf er fyrir hraðahindranir m.a. vegna hraðakeyrslu t.d. vegna flutningabíla.
Framkvæmdanefnd fagnar þeirri umræðu og þeim fyrirspurnum sem komu fram á fundi ráðsins.

1-7. Ástand fasteigna og umferðarmannvirkja er víða ábótavant í sveitarfélaginu öllu. Unnið er að endurbótum eftir því sem fjárhagur sveitarfélagsins leyfir.

8. Framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir hverfisráðsins varðandi staðsetningu og umgengni um gámasvæði á Raufarhöfn.
Frá því á síðasta ári hafa staðið yfir framkvæmdir í gömlu síldarþrónni við hlið mjölskemmunnar í samvinnu við Sel sf sem hefur séð alfarið um framkvæmdina. Markmiðið er að þar verði gámasvæði til flokkunar og förgunar á sorpi á Raufarhöfn, en gert er ráð fyrir því að þeim framkvæmdum ljúki nú í sumar.

9. Framkvæmdanefnd tekur undir og fagnar áformum hverfisráðs Raufarhafnar um að virkja heimamenn til þess að halda þorpinu snyrtilegu með hreinsun á því rusli sem safnast hefur fyrir í skurðum og mýrum á staðnum.

10. Uppsetning hraðahindrana á þjóðvegi Vegagerðarinnar verður að vinnast í samvinnu við Vegagerðina og að öllum líkindum verður stuðst við hraðamælingar til staðfestingar á þörfinni. Þetta mál er á dagskrá á fyrirhuguðum fundi sem haldinn verður með Vegagerðinni á næstu dögum.

Byggðarráð Norðurþings - 247. fundur - 06.04.2018

Gísli Briem formaður hverfisráðs Raufarhafnar situr fundinn í síma og fer yfir starfsemi ráðsins.
Byggðarráð færir Gísla þakkir og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi við hverfisráð Raufarhafnar.

Byggðarráð Norðurþings - 250. fundur - 27.04.2018

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá íbúafundi á vegum hverfisráðs Raufarhafnar þann 5. apríl s.l.
Byggðarráð óskar eftir því að framkvæmdanefnd og Orkuveita Húsavíkur taki til umfjöllunar þá liði fundargerðarinnar sem snúa að umhverfis- og veitumálum á Raufarhöfn.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Á síðasta fundi hverfisráðs Raufarhafnar sköpuðust töluverðar umræður um götulýsingar á Raufarhöfn, og fram kom hjá fundarmönnum að það skapaðist stórhætta á veturna á sumum gatnamótum í þorpinu.

Byggðarráð vísar þessu erindi til framkvæmdanefndar 27.04.2018.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna þörf á bættri götulýsingu á Raufarhöfn.

Byggðarráð Norðurþings - 264. fundur - 13.09.2018

Til kynningar í byggðarráði eru tvær fundargerðir hverfisráðs Raufarhafnar frá 4. og 5. fundi ráðsins.
4. fundur 23/7:
Liður 3 - úthlutun sértæks byggðakvóta:
-Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi hverfisráðs með sveitarstjórn og þeim aðilum sem málið varðar að ósk hverfisráðs.

5. fundur 7/9:
Mál 1. Net- og símasamband
-Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við þjónustuaðila sem bera ábyrgð á síma- og netsambandi á svæðinu og ýta á að þjónusta sé tryggð með fullnægjandi hætti.
Mál 2. Slökkvilið Raufarhafnar
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta taka saman upplýsingar um stöðu slökkviliðs á Raufarhöfn m.t.t. þjálfunar og reykköfunarréttinda og upplýsa hverfisráð.
Mál 3. Áningarstaður við gatnamóta á Hólaheiði
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdanefndaráðs og leggur til að samráð verði haft við Vegagerðina varðandi málið.
Mál 4. Markaðssetning Raufarhafnar:
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við þróunarfulltrúa Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga að taka hugmyndir hverfisráðsins upp varðandi markaðssetningu Raufarhafnar sem búsetukosts fyrir fjölskyldufólk. Sérstaklega verði skoðaðar þær hugmyndir sem fram koma varðandi ívilnanir fyrir þennan hóp. Þessir þættir verði kannaðir í samhengi við vinnu sem nú stendur yfir við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Mál 5. Fegrun Raufarhafnar vor og sumar 2019 og mál 6. fasteignir sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar erindunum til skipulags- og framkvæmdaráðs. Málið verði skoðað í samhengi við fegrunaraðgerðir í miðsvæðum/miðbæjum þéttbýliskjarna í Norðurþingi fyrir komandi sumar.
Mál 7. Borun eftir heitu vatni
Byggðarráð vísar erindi varðandi styrkumsóknir til að bora eftir heitu vatni á Raufarhöfn til Orkuveitu Húsavíkur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 9. fundur - 25.09.2018

Á 264. fundi Byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Til kynningar í byggðarráði eru tvær fundargerðir hverfisráðs Raufarhafnar frá 4. og 5. fundi ráðsins.

Mál 3. Áningarstaður við gatnamóta á Hólaheiði
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdanefndaráðs og leggur til að samráð verði haft við Vegagerðina varðandi málið.

Mál 5. Fegrun Raufarhafnar vor og sumar 2019 og mál 6. fasteignir sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar erindunum til skipulags- og framkvæmdaráðs. Málið verði skoðað í samhengi við fegrunaraðgerðir í miðsvæðum/miðbæjum þéttbýliskjarna í Norðurþingi fyrir komandi sumar.
Mál 3. Verið er að vinna að umsókn í framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024 vegna þessa áningastaðar. Ef ekki kemur framlag þá verður þetta erindi tekið upp aftur fyrir áramót 2018/2019.
Mál 5. Fegrun Raufarhafnar. Verið er að vinna að því að fjarlægja rusl úr þorpinu og ráðið tekur vel í erindið um að vinna í opnum svæðum en beinir til Hverfisráðs að gera yfitlitskort yfir þau svæði sem vilji er til að taka út.
Mál 6. Fasteignir sveitafélagsins. Ráðið beinir til Hverfisráðs að lista upp um hvaða fasteignir ræðir og hvaða fegrun þyrfti.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 182. fundur - 22.10.2018

Borist hefur erindi frá hverfisráði Raufarhafnar til byggðaráðs, en erindið er framsent þaðan á Orkuveitu Húsavíkur. Óskað er eftir frekari aðkomu sveitarfélagsins að öflun styrkja til jarðhitaleitar á Raufarhöfn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar erindið.
Verið er að vinna að uppsetningu á varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Þegar reynsla verður komin á þá framkvæmd mun Orkuveita Húsavíkur ohf marka stefnu um framhald í þeim efnum.

Byggðarráð Norðurþings - 270. fundur - 29.10.2018

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 15. október s.l.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir fundargerðina og vísar henni til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 14. fundur - 06.11.2018

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til umfjöllunnar fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 15. október þar sem fram koma óskir ráðsins varðandi viðhald á eignum Norðurþings á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar listann og mun horfa til skjalsins við gerð viðhaldsáætlunar Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 275. fundur - 11.12.2018

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 7. og 8. funda hverfisráðs Raufarhafnar frá 7. og 19. nóvember s.l.
Byggðarráð vísar erindum um lýsingu, hjartastuðtæki og skoðun á húsnæði eldri borgara til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 19. fundur - 08.01.2019

Á fundi byggðarráðs 11.12.2018 var eftirfarandi erindum af fundum hverfisráðs Raufarhafnar vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Á fundi hverfisráðs 7.11.2018:
1) Hverfisráð óskar eftir því að lýsing verði bætt í bænum. Sumstaðar þarf bara að skipta um perur, en þrír staðir eru algjörlega óupplýstir og telur hverfisráð að skoða þurfi það sérstaklega. Þessir staðir eru: Nýtt ruslaport, Víkurbraut, gistiheimilið Sólsetur stendur við Víkurbraut og skapar það óþægindi og hættu sérstaklega þegar ókunnungt fólk er að keyra og ganga um götuna, Tjarnarholt þar sem engin byggð er hefur aldrei verið upplýst, þetta getur skapað hættu.

2) Einungis er til eitt hjartastuðtæki fyrir utan það sem er á vegum heilbrigðiskerfisins, það tæki er staðsett í sundlauginni. Hverfisráð óskar eftir því að keypt verði hjartastuðtæki í skólann árið 2019 og í félagsheimilið árið 2020.

Á fundi hverfisráðs 19.11.2018:
3) Hverfisráð vill beina því til skipulags- og framkvæmdaráðs að fram fari skoðun á húsnæði eldri borgara á Raufarhöfn, Breiðabliki. Þörf er á úrbótum fyrir varanlegt húsnæði fyrir starfsemi eldri borgara á Raufarhöfn.



Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar.
1) Ráðið felur framkvæmdafulltrúa að gera úttekt á lýsingu í bænum og gera nauðsynlegar úrbætur.
2) Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
3) Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.

Fjölskylduráð - 19. fundur - 14.01.2019

Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð synjar erindinu en vísar til yfirstandandi vinnu við skipulagningu viðbragðsteyma í Norðurþingi á vegum Slökkviliðs Norðurþings.

Fjölskylduráð - 19. fundur - 14.01.2019

Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við félag eldri borgara á Raufarhöfn um framtíðarhúsnæði félagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 22. fundur - 05.02.2019

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir mætti á fund fyrir hönd Hverfisráðs Raufarhafnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar hverfisráði umræðurnar.

Byggðarráð Norðurþings - 286. fundur - 04.04.2019

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 9. fundar hverfisráðs Raufarhafnar frá 4. mars. sl.
Byggðarráð vísar erindi um gámasvæði og merkingar á gámum til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 29. fundur - 11.04.2019

Hverfisráð Raufarhafnar vill koma á framfæri kvörtun vegna ástands á sorpsvæði þorpsins. Hverfisráð telur að merkingum á gámum sé verulega ábótavant og kallar eftir skýrum merkingum á gámum á fleiri tungumálum s.s. ensku og pólsku.
Til að koma í veg fyrir áframhaldandi ástand á gámasvæðinu hvetur hverfisráð sveitarfélagið til að hafa starfsmann á gámasvæðinu á Raufarhöfn og stýra þar með opnunartíma á svæðinu
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Þegar farið var af stað í að færa gáma til sorpmóttöku á Raufarhöfn í gömlu síldarþrónna, var áætlaður kostnaður við framkvæmdina töluvert lægri en raunverulegur kostnaður við verkefnið. Lagt var upp með að svæðið yrði girt af, það upplýst og á opnunartíma yrði þar starfsmaður þjónustumiðstöðvar á Raufarhöfn sem myndi sjá um rekstur svæðisins. Því miður hefur ekki verið unnt að veita öllu því viðbótar fjármagni til verkefnisins sem nauðsynlegt er svo hægt sé að ljúka því, en stefnt er að því að svo verði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma upp viðunandi merkingum við gámana.

Byggðarráð Norðurþings - 301. fundur - 12.09.2019

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 27. ágúst s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hafa samband við stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs til að kanna mögulega aðkomu sveitarfélagsins að starfseminni. Sveitarstjóra er einnig falið að skipuleggja heimsókn byggðarráðs í minni byggðarkjarna sveitarfélagsins.
Málefnum eldri borgara og leikskólans er vísað til fjölskylduráðs, öðrum málum fundargerðarinnar er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fjölskylduráð - 42. fundur - 23.09.2019

Á 301. fundi Byggðaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað undir lið 2 um fundagerð Hverfisráðs Raufarhafnar:

Málefnum eldri borgara og leikskólans er vísað til fjölskylduráðs, öðrum málum fundargerðarinnar er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Í fundargerð Hverfiráðs Raufarhafnar er eftirfarandi bókað um málefni aldraða og leikskólamál:

Hverfisráð vonast til að málefni eldri borgara í tengslum við húsnæðið Breiðablik komist í ferli sem fyrst og að málið verði til lykt leitt sem allra fyrst í sátt FER

Leikskólinn: Hverfisráð harmar að búið sé að loka leikskólanum en hefur vissan skilning á því þar sem aðeins er eitt barn á leiksólaaldri. Foreldri þessa barns geta nýtt sér að einhverju marki leiksólann á Kópaskeri og vonandi gæslu eftir hádegi líka í grunnskóla Raufarhafnar. Hverfisráð leggur áherslu á að ef aðstæður breytast og að fleiri börn komi verði brugðist strax við og leikskólinn opnaður aftur.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir með Hverfisráði Raufarhafnar varðandi leiksskólamál.

Málefni eldri borgara í tengslum við húsnæðið Breiðablik eru í farvegi innan stjórnsýslunar með framtíðarskipulag í huga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 45. fundur - 01.10.2019

Fyrirliggjandi er fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar. Það sem verið er að fara í er að skipta um glugga í sundarlaugarhúsi í október.
Endurbæta þarf einnig loftræstibúnað í sundlaugarhúsi. Þessar endurbætur munu fylgja framkvæmdum í október vegna glugga.

Öðrum verkþáttum verður vísað til ákvörðunartöku við fjárhagsætlunargerð árs 2020.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara varðandi sorpmál. Ráðið vísar fyrirspurn varðandi Kottjörn til Orkuveitu Húsavíkur.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 197. fundur - 16.10.2019

Fyrir liggur fyrirspurn frá Hverfisráði Raufarhafnar varðandi niðurstöður dæluprófana við holu RA-19 við íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Fyrir liggur svar við fyrirspurn hverfisráðs Raufarhafnar.
Framkvæmdastjóra falið að senda svar til ráðsins.