Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

250. fundur 27. apríl 2018 kl. 13:00 - 14:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðunni á uppbyggingu slökkvistöðvar á Húsavík.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.

2.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá íbúafundi á vegum hverfisráðs Raufarhafnar þann 5. apríl s.l.
Byggðarráð óskar eftir því að framkvæmdanefnd og Orkuveita Húsavíkur taki til umfjöllunar þá liði fundargerðarinnar sem snúa að umhverfis- og veitumálum á Raufarhöfn.

3.Ósk um rafmagnshleðslustöð fyrir skip við Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201802075Vakta málsnúmer

Á 23. fundi hafnanefndar þann 23. apríl s.l. var tekið fyrir erindi frá Norðursiglingu hf. varðandi rafmagnshleðslustöð við Húsavíkurhöfn, á fundinum var bókað; Hafnanefnd samþykkir að fara í verkefnið með fyrirvara um fjármögnun og óskar eftir aukafjárveitingu frá byggðarráði að upphæð 12 milljónum króna.

Byggðarráð hafnar beiðni um aukafjárveitingu til verkefnisins að svo stöddu. Byggðarráði líst hins vegar vel á verkefnið og hvetur hafnanefnd til að gera ráð fyrir því í næstu fjárhagsáætlun.

4.Styrkur - Bifröst-göngubrú að Heimskautsgerði

Málsnúmer 201804221Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna styrks að fjárhæð 22,5 milljónir til verkefnisins Bifröst-göngubrú að Heimskautsgerði.
Byggðarráð fagnar þessari styrkveitingu sem nýtist til áframhaldandi uppbyggingar á Heimsskautsgerði.

5.Forvarna- og öryggisnefnd Norðurþings 2018

Málsnúmer 201804223Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að erindisbréfi forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings til umræðu og samþykktar.
Byggðarráð samþykkir erindisbréfið.

6.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands og vorráðstefnan ,,Flogið í rétta átt"

Málsnúmer 201804213Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Markaðsstofu Norðurlands þann 3. maí n.k. kl. 10-12 á Hótel Kea á Akureyri.
Einnig er þann sama dag vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N "Flogið í rétta átt" í Menningarhúsinu Hofi frá kl. 14:00-16:45.
Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 480. mál, tilaga til umsagnar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024

Málsnúmer 201804207Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 4. maí.
Byggðarráð hvetur íbúa Norðurþings til að kynna sér byggðaáætlun 2018-2024 sem er til umfjöllunar á Alþingi um þessar mundir.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar, 454. mál, frumvarp til laga um Póst- fjarskiptastofnun ofl (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta)

Málsnúmer 201804208Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 4. maí.
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar, mál. 479, tilaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2019

Málsnúmer 201804210Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 4. maí.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar, mál. 725 frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Málsnúmer 201804211Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 4. maí.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar, 467. mál frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)

Málsnúmer 201804212Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 4. maí.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.