Fara í efni

Forvarna- og öryggisnefnd Norðurþings 2018

Málsnúmer 201804223

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 250. fundur - 27.04.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að erindisbréfi forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings til umræðu og samþykktar.
Byggðarráð samþykkir erindisbréfið.

Byggðarráð Norðurþings - 287. fundur - 11.04.2019

Fyrir byggðarráði liggur stefna Forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings, samanber erindisbréf nefndarinnar frá 27. apríl 2018. Nefndin hefur lokið störfum og verður öryggisnefnd Norðurþings, sem stofnuð er í samræmi við 6. gr. laga um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, kölluð saman til stofnfundar í framhaldinu.
Byggðarráð vísar stefnunni til umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Fyrir liggur stefna Forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings, samanber erindisbréf nefndarinnar frá 27. apríl 2018. Nefndin hefur lokið störfum og verður öryggisnefnd Norðurþings, sem stofnuð er í samræmi við 6. gr. laga um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, kölluð saman til stofnfundar í framhaldinu.

Á 287. fundi byggðarráðs var stefnunni vísað til umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók;
Kristján Þór.

Stefnan borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.