Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

182. fundur 22. október 2018 kl. 08:30 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun OH 2019

Málsnúmer 201809042Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir rekstrarárið 2019.
Farið var yfir útgönguspá fyrir rekstrarárið 2018 og áætlun fyrir árið 2019.
Endanleg áætlun verður tekin fyrir til samþykktar á næsta stórnarfundi OH.

2.Framkvæmdaáætlun OH 2019

Málsnúmer 201810062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staða verkefna á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf á yfirstandandi rekstrarári ásamt drögum að framkvæmdaáætlun ársins 2019.
Farið var yfir stöðu verkefna ársins 2018 og fyrirliggjandi verkefni ársins 2019.
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að áfangaskiptingu á endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi og leggja fyrir á næsta stjórnarfundi OH.

3.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá hverfisráði Raufarhafnar til byggðaráðs, en erindið er framsent þaðan á Orkuveitu Húsavíkur. Óskað er eftir frekari aðkomu sveitarfélagsins að öflun styrkja til jarðhitaleitar á Raufarhöfn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar erindið.
Verið er að vinna að uppsetningu á varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Þegar reynsla verður komin á þá framkvæmd mun Orkuveita Húsavíkur ohf marka stefnu um framhald í þeim efnum.

4.Mínar síður á heimasíðu OH

Málsnúmer 201810063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilboð frá Origo um uppsetningu á "mínar síður" á heimasíðu OH.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að farið verði í uppsetningu á "mínar síður" inni á vef OH.

5.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Kynning framkvæmdastjóra á málefnum fyrirhugaðrar hitaveitu í Kelduhverfi.
Framkvæmdastjóri kynnit stöðu verkefnis.

6.Gjaldskrár hitaveitna á Íslandi

Málsnúmer 201810097Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Orkustofnun hefur birt samantekt yfir gjaldskrár allra hitaveitna á Íslandi.
Samantekt gjaldskráa hitaveitna á Íslandi lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.