Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun OH 2019
201809042
Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir rekstrarárið 2019.
2.Framkvæmdaáætlun OH 2019
201810062
Fyrir liggur staða verkefna á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf á yfirstandandi rekstrarári ásamt drögum að framkvæmdaáætlun ársins 2019.
Farið var yfir stöðu verkefna ársins 2018 og fyrirliggjandi verkefni ársins 2019.
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að áfangaskiptingu á endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi og leggja fyrir á næsta stjórnarfundi OH.
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að áfangaskiptingu á endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi og leggja fyrir á næsta stjórnarfundi OH.
3.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
201709131
Borist hefur erindi frá hverfisráði Raufarhafnar til byggðaráðs, en erindið er framsent þaðan á Orkuveitu Húsavíkur. Óskað er eftir frekari aðkomu sveitarfélagsins að öflun styrkja til jarðhitaleitar á Raufarhöfn.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar erindið.
Verið er að vinna að uppsetningu á varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Þegar reynsla verður komin á þá framkvæmd mun Orkuveita Húsavíkur ohf marka stefnu um framhald í þeim efnum.
Verið er að vinna að uppsetningu á varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Þegar reynsla verður komin á þá framkvæmd mun Orkuveita Húsavíkur ohf marka stefnu um framhald í þeim efnum.
4.Mínar síður á heimasíðu OH
201810063
Fyrir liggur tilboð frá Origo um uppsetningu á "mínar síður" á heimasíðu OH.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að farið verði í uppsetningu á "mínar síður" inni á vef OH.
5.Hitaveita í Kelduhverfi
201508077
Kynning framkvæmdastjóra á málefnum fyrirhugaðrar hitaveitu í Kelduhverfi.
Framkvæmdastjóri kynnit stöðu verkefnis.
6.Gjaldskrár hitaveitna á Íslandi
201810097
Til kynningar fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Orkustofnun hefur birt samantekt yfir gjaldskrár allra hitaveitna á Íslandi.
Orkustofnun hefur birt samantekt yfir gjaldskrár allra hitaveitna á Íslandi.
Samantekt gjaldskráa hitaveitna á Íslandi lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.
Endanleg áætlun verður tekin fyrir til samþykktar á næsta stórnarfundi OH.