Fara í efni

Framkvæmdaáætlun OH 2019

Málsnúmer 201810062

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 182. fundur - 22.10.2018

Fyrir liggur staða verkefna á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf á yfirstandandi rekstrarári ásamt drögum að framkvæmdaáætlun ársins 2019.
Farið var yfir stöðu verkefna ársins 2018 og fyrirliggjandi verkefni ársins 2019.
Framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að áfangaskiptingu á endurnýjun stofnlagnar í Reykjahverfi og leggja fyrir á næsta stjórnarfundi OH.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 183. fundur - 01.11.2018

Drög að framkvæmdaáætlun OH fyrir árið 2019 lögð fram til umræðu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf fór yfir helstu verkþætti framkvæmdaáætlunar fyrir rekstrarárið 2019.
Framkvæmdaáætlun verður afgreidd af stjórn OH á næsta stjórnarfundi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 184. fundur - 23.11.2018

Lokaumræða framkvæmdaáætlunar Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir rekstrarárið 2019.
Farið var yfir framkvæmdaáætlun OH fyrir rekstrarárið 2019 og hún samþykkt.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir árið 2019 nemi um 170 m.kr.