Fara í efni

Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 149. fundur - 20.08.2015

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar arðsemisútreikningar á hitaveitu í Kelduhverfi
Pétur Vopni Sigurðsson mætti á fundinn og fór yfir arðsemisútreikninga á hitaveitu í Kelduhverfi. Bæjarráð fagnar áformum um hitaveitu í Kelduhverfi.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 149. fundur - 07.04.2016

Pétur fór yfir stöðu mála og kynnti næstu skref verkefnisins. Honum var falið að leggja fram dagsett tímaplan verkefnisins, þar með kynningu til íbúa, á næsta fund.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 150. fundur - 26.04.2016

Fyrir stjórn liggur tímasett áætlun um næstu skref varðandi kynningu á lagningu hitaveitu og ljósleiðara í Kelduhverfi.
Stefnt er að kynningarfundi í Kelduhverfi í vikunni 16-20 maí og heimsóknum til íbúa í framhaldi af því.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 152. fundur - 30.05.2016

Pétur Vopni fór yfir stöðu mála. Beðið er eftir svörum frá ríkiseignum varðandi nýtingasamning. Kynningarfundur í Kelduhverfi verður um leið og svör berast.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 153. fundur - 08.08.2016

Orkuveita Húsavíkur ohf. er í viðræðum við Ríkiseignir vegna nýtingu á hitaveituholunni við Jökulsárbakka. Framkvæmdum við hitaveitu í Kelduhverfi hefur verið frestað þar til samningar hafa verið undirritaðir.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 154. fundur - 19.09.2016

Fyrir stjórn liggur minnisblað frá lögfræðingi Orkuveitu Húsavíkur um stöðu uppbyggingar hitaveitu í Kelduhverfi
Lögfræðingur Orkuveitunar leggur til að bíða með frekari framkvæmdir þar til niðurstaða fæst um eignarhald á landinu þar sem borholan er. Stjórn felur framkvæmdastjóra að fara yfir stöðu verksins í heild og leggja fyrir stjórn.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 155. fundur - 07.11.2016

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu málsins. Framkvæmdastjóra falið að leita lögfræðiráðgjafar um samningamál vegna nýtingarréttar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 156. fundur - 01.12.2016

Frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 157. fundur - 16.01.2017

Staðan í máli fyrirhugaðrar hitaveitu í Kelduhverfi er sú að fyrir lok febrúar ætti að liggja fyrir hvort og þá hverjir geri athugasemd við eignarétt Landgræðslunnar á svæðinu sem fyrirhuguð hitaveita er innan. Þá fáum við loksins að vita hverjir það eru sem við þyrftum að tala við varðandi að undirrita viðauka við afnotasamning. E.t.v. kemur út úr þessu að engin gerir athugasemdir við eignarrétt Landgræðslunnar. Ef það gerist ættum við að geta lokið samningnum við Ríkiseignir um afnotasamninginn í beinu framhaldi.

Ef einhver gerir athugasemd við eignaréttinn þá liggur ljóst fyrir að viðaukaleiðin við afnotasamninginn er sú leið sem við förum og þá þarf að fá undirskriftir hagsmunaaðila á viðaukann.

Eiríkur S. Svavarsson lögfræðingur OH fór yfir stöðu málsins.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 163. fundur - 26.04.2017

Huga þarf að kynningarstarfi vegna lagningar hitaveitu í Kelduhverfi og eins þarf að fara fram könnun á því hversu margir bæir koma til með að tengjast veitunni ef af verður.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að halda kynningafund um stöðu framkvæmdarinnar og einnig að láta framkvæma könnun varðandi það hversu margir ætla að tengjast veitunni.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 179. fundur - 28.06.2018

Fyrir liggja drög að bréfi sem til stendur að senda mögulegum notendum hitaveitu í Kelduhverfi.
Þar verður farið fram á skuldbindandi svar við því hvort þeir húseigendur sem staðsettir eru á umræddu veitusvæði muni taka inn veituna, verði farið í stofnframkvæmdir til nýtingar á holu BA-04 við Skjálftavatn.

Skv. 36.gr. Orkulaga frá 29. apríl 1967, er OH heimilt að krefja mögulega notendur veitunnar um þáttöku, en spurning hvort ekki sé rétt að kanna afstöðu manna til málsins áður en málið verður nálgast með þeim hætti.

[36. gr.]1)
Nú vill sveitarfélag - eða samtök þeirra - koma upp hitaveitu samkvæmt 27. gr. 2) og telur fjárhagslega afkomu fyrirtækisins ekki tryggða, nema öll hús innan veitusvæðisins verði hituð frá veitunni, og getur ráðherra þá, að fenginni umsögn Orkustofnunar, ákveðið, að öll hús innan veitusvæðisins skuli hituð frá hitaveitunni, og einnig heimilað eignarnám á utanhússpípulögnum samhitunarkerfa, sem einkaleyfisheimild skv. 27. gr. 2) náði ekki til. Fer um eignarnám það að lögum. Nauðsynlegar breytingar á innanhússlögnum vegna tengingar við hitaveituna skulu kostaðar af húseigendum.

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að taka afstöðu til þess hvort nálgast skuli mögulega notendur veitunnar með þeim hætti sem lagt er til í bréfinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur er sammála þeirri nálgun sem fram kemur í bréfinu, þó með smávægilegum breytingum á orðalagi.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá bréfinu og leggja fyrir stjórn áður en það verður sent út.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 181. fundur - 13.09.2018

Kynning á stöðu undirbúnings verkefnis sem snýr að lagningu hitaveitu í Kelduhverfi.
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 182. fundur - 22.10.2018

Kynning framkvæmdastjóra á málefnum fyrirhugaðrar hitaveitu í Kelduhverfi.
Framkvæmdastjóri kynnit stöðu verkefnis.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 184. fundur - 23.11.2018

Fyrir liggur afstaða húseigenda á mögulegu veitusvæði holu BA-04 í Kelduhverfi.
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til þess hvort ráðist skuli í framkvæmdir við hitaveitu í Kelduhverfi.
Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna lagningar hitaveitu í Kelduhverfi. Jafnframt hefur Orkuveita Húsavíkur kannað afstöðu íbúa í Kelduhverfi til hitaveitu. Bréf voru send til um 50 aðila sem eiga fasteignir á svæðinu. Íbúar voru þar beðnir um að staðfesta hvort þeir myndu taka inn til sín hitaveitu væri hún lögð. Af þeim aðilum sem fengu bréf hafa 7 aðilar tilkynnt að þeir myndu taka inn hitaveitu ef af framkvæmdinni yrði. Miðað við gefnar forsendur og afstöðu íbúa sér OH sér ekki kleift að fara í þessa framkvæmd að sinni. Verði forsendubreytingar, t.d. með tilkomu nýrra stórnotenda er hægt að taka málið upp að nýju.

Stjórn OH vill þakka Axeli Yngvasyni sitt innlegg í umræðuna.