Orkuveita Húsavíkur ohf

179. fundur 28. júní 2018 kl. 14:15 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skipað í hlutverk innan stjórnar OH

201806134

Kosning stjórnarformanns og vara-stjórnarformanns í stjórn Orkuveitu Húsavíkur.
Tillaga að stjórnarformanni, varaformanni og meðstjórnanda.
Stjórnarformaður verði Sigurgeir Höskuldsson, varaformaður verði Bergur Elías Ágústsson og meðstjórnandi Sif Jóhannesdóttir.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

2.Hitaveita í Kelduhverfi

201508077

Fyrir liggja drög að bréfi sem til stendur að senda mögulegum notendum hitaveitu í Kelduhverfi.
Þar verður farið fram á skuldbindandi svar við því hvort þeir húseigendur sem staðsettir eru á umræddu veitusvæði muni taka inn veituna, verði farið í stofnframkvæmdir til nýtingar á holu BA-04 við Skjálftavatn.

Skv. 36.gr. Orkulaga frá 29. apríl 1967, er OH heimilt að krefja mögulega notendur veitunnar um þáttöku, en spurning hvort ekki sé rétt að kanna afstöðu manna til málsins áður en málið verður nálgast með þeim hætti.

[36. gr.]1)
Nú vill sveitarfélag - eða samtök þeirra - koma upp hitaveitu samkvæmt 27. gr. 2) og telur fjárhagslega afkomu fyrirtækisins ekki tryggða, nema öll hús innan veitusvæðisins verði hituð frá veitunni, og getur ráðherra þá, að fenginni umsögn Orkustofnunar, ákveðið, að öll hús innan veitusvæðisins skuli hituð frá hitaveitunni, og einnig heimilað eignarnám á utanhússpípulögnum samhitunarkerfa, sem einkaleyfisheimild skv. 27. gr. 2) náði ekki til. Fer um eignarnám það að lögum. Nauðsynlegar breytingar á innanhússlögnum vegna tengingar við hitaveituna skulu kostaðar af húseigendum.

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur liggur að taka afstöðu til þess hvort nálgast skuli mögulega notendur veitunnar með þeim hætti sem lagt er til í bréfinu.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur er sammála þeirri nálgun sem fram kemur í bréfinu, þó með smávægilegum breytingum á orðalagi.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá bréfinu og leggja fyrir stjórn áður en það verður sent út.

3.Sjóböð ehf

201702064

Í töluverðan tíma hefur staðið yfir vinna við formun gjaldskrá vegna nýtingar Sjóbaða ehf á holum HU-01 (á Höfða) og FE-01 (við Eimskip), sem eru í eigu Orkuveitu Húsavíkur.
Reynt hefur verið að takmarka endurgreiðslutíma stofnkostnaðar vegna fjárfestingarinnar við 10-15 ár og afsláttur frá samþykktri gjaldskrá OH verið notaður til þess.

Fyrir stjórn Orkveitu Húsavíkur liggur að taka afstöðu til þeirra leiða sem félagið vill fara við samningsgerð í tengslum við myndun verðskrár vegna nýtingar á áðurnefndum holum í eigu OH, með endurgeiðslu stofnkostnaðar í huga.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og skýrði þau samskipti sem hafa átt sér stað milli OH og Sjóbaða varðandi verðskrá og tekjustofna OH vegna þessa verkefnis.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur mun fara nánar yfir málið á næsta stjórnarfundi félagsins þegar frekari upplýsingar/tillögur liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:30.