Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

157. fundur 16. janúar 2017 kl. 15:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Beðni um gjaldfrítt hitaveituár í útihúsum á Laxamýri árið 2017

Málsnúmer 201701033Vakta málsnúmer

Í ljósi þess hversu lágt hitastig er á hitaveituvatni að Laxamýri (57°C) eru ábúendur þar að kanna hvort forsenda sé til þess að fella niður gjöld OH af heitu vatni í útihúsin þar til eins árs.
Eins og fram kemur í bréfinu hefur þessi beiðni verið borin upp áður, en ekki var orðið við henni þá.
Hafa ber í huga að afsláttur er veittur af þessu vatni vegna lágs hitastigs og OH mun tæplega afhenda 81°C heitt vatn til notenda eins og talað er um í þessu bréfi að þurfi fyrir þær þvottavélar sem notaðar eru í þeim rekstri sem þar á sér stað.
Rétt er að kanna möguleikann á því að setja framhjáhlaup/aftöppun á lögnina við Laxamýri til þess að halda uppi hitastigi á vatni til notanda.
Stjórn OH sér sér ekki fært að verða við þessari beiðni.
Áfram verður þó veittur afsláttur á gjaldskrá vegna lágs hitastigs á hitaveituvatni.
Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við bréfritara.

2.Yfirtaka OH á vatnsveitu í landi Þverár

Málsnúmer 201608002Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri og verkstjóri OH heimsóttu Tryggva Óskarsson á Þverá með það fyrir augum að skoða vatnsveituna sem um ræðir ásamt því að meta hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í til þess að veitan gæti með góðu móti sinnt þeim notendum sem tengjast henni.
Fyrirliggjandi er endurnýjun og sverun á stofni veitunnar frá vatnsbóli að sumarhúsabyggð neðan Kísilvegar á bökkum Reykjakvíslar.
Framtíðarþörf notenda kallar á allt að 90 mm stofnlögn, en núverandi lögn er 40 mm að sögn Tryggva.
Þessi sverun stofnlagnar ásamt endurnýjun miðlunartanks ofar í landinu er sérstaklega aðkallandi í ljósi fyrirhugaðrar byggingar veiðihúss á svæði veitunnar nk sumar.
Nokkuð gott aðgengi véla og tækja er að þeirri lagnaleið sem fyrirhuguð er, en gert er ráð fyrir að ný lögn verði plægð niður í vegslóðann upp að vatnsbólinu við hlið núverandi lagnar.
Meðfylgjandi er greinargerð um vatnsveituna sem gerð var í kjölfar heimsóknarinnar ásamt kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar á henni.
Framkvæmdastjóra er falið að afla frekari upplýsinga um framkvæmdina og hugsanlega aðkomu OH að verkefninu.
Stjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

3.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Staðan í máli fyrirhugaðrar hitaveitu í Kelduhverfi er sú að fyrir lok febrúar ætti að liggja fyrir hvort og þá hverjir geri athugasemd við eignarétt Landgræðslunnar á svæðinu sem fyrirhuguð hitaveita er innan. Þá fáum við loksins að vita hverjir það eru sem við þyrftum að tala við varðandi að undirrita viðauka við afnotasamning. E.t.v. kemur út úr þessu að engin gerir athugasemdir við eignarrétt Landgræðslunnar. Ef það gerist ættum við að geta lokið samningnum við Ríkiseignir um afnotasamninginn í beinu framhaldi.

Ef einhver gerir athugasemd við eignaréttinn þá liggur ljóst fyrir að viðaukaleiðin við afnotasamninginn er sú leið sem við förum og þá þarf að fá undirskriftir hagsmunaaðila á viðaukann.

Eiríkur S. Svavarsson lögfræðingur OH fór yfir stöðu málsins.

4.Fjárhagsáætlun og aðkallandi verkefni OH árið 2017

Málsnúmer 201611176Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun OH 2017 gerir ekki ráð fyrir þeim gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi um mitt ár 2016 ásamt því að tekjur orkuveitunnar eru almennt varlega áætlaðar fyrir árið 2017.
Rekstrargjöld eru frekar ofáætluð og einnig er gert ráð fyrir 30 milljóna kostnaði við endurbætur á húsnæði OH sem ekki er aðkallandi verkefni, nema ef vera kynni í tengslum við tilfærslu OH og áhaldahúss á Húsavík undir sama þak.
Í fjárhagsáætlun er einnig gert ráð fyrir um 65 milljónum í kaup á þjónustu frá áhaldahúsi, en skv. upplýsingum frá fráfarandi fjármálastjóra Norðurþings þá er gert ráð fyrir að sú upphæð nýtist einnig t.d. til greiðslu styrkja o.fl.
Þegar allt er talið þá er töluvert svigrúm til annara framkvæmda en þeirra sem sérstaklega eru talin upp í fjárhagsáætlun OH.
Framkvæmdastjóri fór yfir verkáætlun OH fyrir árið 2017.
Stjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

5.Borgarhólsskóli sækir um styrk til OH vegna kaupa á tæknilego

Málsnúmer 201701062Vakta málsnúmer

Taka þarf afstöðu til afgreiðslu styrks til Borgarhólsskóla vegna kaupa á tæknilego.
Stjórn OH samþykkir að veita Borgarhólsskóla styrk að upphæð kr. 100.000 til kaupa á tæknilegó.

6.Erindi til hluthafa Sjóbaða ehf. varðandi hlutafé

Málsnúmer 201701066Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Sjóbaða ehf þann 31. maí 2016 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um heimild til þess að hækka hlutafé félagsins um 200.000.000 að raunvirði.
Núverandi hluthöfum Sjóbaða ehf er boðið að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign sína.
Stjórn samþykkir samhljóða aukningu hlutafjár í Sjóböðum ehf.
Stjórn OH hefur ekki hug á að auka hlutfallslega við eign sína í félaginu komi til þess að eitthvað hlutafé reynist óselt.

Fundi slitið - kl. 15:00.