Fara í efni

Yfirtaka OH á vatnsveitu í landi Þverár

Málsnúmer 201608002

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 155. fundur - 07.11.2016

Framkvæmdastjóra er falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið

Orkuveita Húsavíkur ohf - 157. fundur - 16.01.2017

Framkvæmdastjóri og verkstjóri OH heimsóttu Tryggva Óskarsson á Þverá með það fyrir augum að skoða vatnsveituna sem um ræðir ásamt því að meta hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í til þess að veitan gæti með góðu móti sinnt þeim notendum sem tengjast henni.
Fyrirliggjandi er endurnýjun og sverun á stofni veitunnar frá vatnsbóli að sumarhúsabyggð neðan Kísilvegar á bökkum Reykjakvíslar.
Framtíðarþörf notenda kallar á allt að 90 mm stofnlögn, en núverandi lögn er 40 mm að sögn Tryggva.
Þessi sverun stofnlagnar ásamt endurnýjun miðlunartanks ofar í landinu er sérstaklega aðkallandi í ljósi fyrirhugaðrar byggingar veiðihúss á svæði veitunnar nk sumar.
Nokkuð gott aðgengi véla og tækja er að þeirri lagnaleið sem fyrirhuguð er, en gert er ráð fyrir að ný lögn verði plægð niður í vegslóðann upp að vatnsbólinu við hlið núverandi lagnar.
Meðfylgjandi er greinargerð um vatnsveituna sem gerð var í kjölfar heimsóknarinnar ásamt kostnaðaráætlun vegna endurnýjunar á henni.
Framkvæmdastjóra er falið að afla frekari upplýsinga um framkvæmdina og hugsanlega aðkomu OH að verkefninu.
Stjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 167. fundur - 27.06.2017

Nú líður að því að verkfræðistofan Efla skili af sér arðsemisútreikningum vegna mögulegrar yfirtöku OH á vatnsveitu sem er í landi Þverár, en u.þ.b. 4 ár eru síðan eigandi veitunnar bar erindið upp við stjórn OH.
Orkuveita Húsavíkur þarf að leggja í töluverðan kostnað við uppbyggingu veitunnar ef af yfirtökunni verður til þess að hún skili því sem notendur gera eðlilega kröfu um, sérstaklega í ljósi þess að notendum fer fjölgandi og krafan um afhendingaröryggi eykst með tilkomu veiðihúss sem verið er að byggja á svæðinu.
Fyrir stjórn OH liggur að ákveða hvaða leið skuli fara við samningagerð ef af yfirtökunni verður.
Framkvæmdastjóra falið í samstarfi við lögfræðing Orkuveitu Húsavíkur, að móta stefnu til framtíðar varðandi yfirtökur einkaveitna.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 171. fundur - 21.11.2017

Fyrir liggur beiðni frá eigendum vatnsveitunnar að Þverá í Reykjahverfi um að Orkuveita Húsavíkur taki yfir rekstur veitunnar. Einnig liggur fyrir greinargerð frá Verkfræðistofunni Eflu í kjölfar skoðunar og arðsemisútreikninga fyrir Orkuveitu Húsavíkur vegna málsins.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun út frá fyrirliggjandi gögnum, hvort félagið sjái sér fært að taka yfir rekstur Þverárveitunnar, og ef af verður með hvaða hætti slíkt yfirtaka fari fram.
Orkuveita Húsavíkur sér sér ekki fært að yfirtaka vatsveituna að Þverá í Reykjhverfi.
Úttekt á veitunni sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu sýnir með óyggjandi hætti að fyrirliggjandi kostnaður við endurnýjun veitunnar er mun meiri en vatnsgjaldið af byggingum á svæðinu kemur til með að standa undir.