Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

171. fundur 21. nóvember 2017 kl. 15:45 - 17:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Tryggvi Óskarsson og Árdís Sigurðardóttir sátu fundinn undir fundarlið nr. 1.

1.Yfirtaka OH á vatnsveitu í landi Þverár

Málsnúmer 201608002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá eigendum vatnsveitunnar að Þverá í Reykjahverfi um að Orkuveita Húsavíkur taki yfir rekstur veitunnar. Einnig liggur fyrir greinargerð frá Verkfræðistofunni Eflu í kjölfar skoðunar og arðsemisútreikninga fyrir Orkuveitu Húsavíkur vegna málsins.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun út frá fyrirliggjandi gögnum, hvort félagið sjái sér fært að taka yfir rekstur Þverárveitunnar, og ef af verður með hvaða hætti slíkt yfirtaka fari fram.
Orkuveita Húsavíkur sér sér ekki fært að yfirtaka vatsveituna að Þverá í Reykjhverfi.
Úttekt á veitunni sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu sýnir með óyggjandi hætti að fyrirliggjandi kostnaður við endurnýjun veitunnar er mun meiri en vatnsgjaldið af byggingum á svæðinu kemur til með að standa undir.

2.Endurnýjun trygginga Orkuveitunnar hjá Sjóvá.

Málsnúmer 201711010Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ofh liggur að taka ákvörðun um með hvaða hætti tryggingar félagsins verði endurnýjaðar.
Framkvæmdastjóra falið að afla tilboða í tryggingar félagsins hjá þeim tryggingafélögum sem eru með útibú á Húsavík.

3.Eigendur Hóls og Höfða við Raufarhöfn óska eftir endurnýjun á samningi um vatnsból í landi jarðanna

Málsnúmer 201510069Vakta málsnúmer

Eigendur Hóls og Höfða við Raufarhöfn óska eftir endurnýjun samnings frá árinu 1987, sem gerður var um nýtingu neysluvatns fyrir Raufarhöfn og rennur út í október 2019.
Skv. Vatnalögum frá árinu 1923 er sveitarfélögum heimilt að nýta vatn til dreifingar án endurgjalds (sjá meðfylgjandi greinargerð frá lögmanni OH).
Ákvörðun stjórnar OH þarf að liggja fyrir, með hvaða hætti málið verði afgreitt.
Með vísan til Vatnalaga 1923 nr. 15 og með síðari breytingum, sér stjórn Orkuveitu Húsavíkur ekki ástæðu til þess að endurnýja umræddan samning.
Framkævæmdastjóra falið að ganga frá samningi við landeigendur m.t.t. þess.

4.Innköllun hlutafjár 2017

Málsnúmer 201711110Vakta málsnúmer

Félagið Hrafnabjargavirkjun stendur fyrir innköllun á hlutafé að upphæð 4.500.000,-
Hlutur Orkuveitu Húsavíkur í þeirri innköllun verður 2.193.750,-.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir innköllun hlutafjár í Hrafnabjargavirkjun.

5.Eimur - Nýsköpun í orku-, umhverfis-, og ferðamálum á Norðausturlandi

Málsnúmer 201607245Vakta málsnúmer

Tilkynning um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Eims í stað Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur fagnar ráðningu Snæbjörns Sigurðarsonar í starf framkvæmdastjóra EIMS og býður hann velkominn til starfa.
Sú breyting verður í stjórn EIMS að Kristján Þór Magnússon kemur inn í stjórn fyrir Ernu Björnsdóttur og Gunnar Hrafn Gunnarsson verður varamaður.

Fundi slitið - kl. 17:15.