Fara í efni

Eigendur Hóls og Höfða við Raufarhöfn óska eftir endurnýjun á samningi um vatnsból í landi jarðanna

Málsnúmer 201510069

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 171. fundur - 21.11.2017

Eigendur Hóls og Höfða við Raufarhöfn óska eftir endurnýjun samnings frá árinu 1987, sem gerður var um nýtingu neysluvatns fyrir Raufarhöfn og rennur út í október 2019.
Skv. Vatnalögum frá árinu 1923 er sveitarfélögum heimilt að nýta vatn til dreifingar án endurgjalds (sjá meðfylgjandi greinargerð frá lögmanni OH).
Ákvörðun stjórnar OH þarf að liggja fyrir, með hvaða hætti málið verði afgreitt.
Með vísan til Vatnalaga 1923 nr. 15 og með síðari breytingum, sér stjórn Orkuveitu Húsavíkur ekki ástæðu til þess að endurnýja umræddan samning.
Framkævæmdastjóra falið að ganga frá samningi við landeigendur m.t.t. þess.