Fara í efni

Endurnýjun trygginga Orkuveitunnar hjá Sjóvá.

Málsnúmer 201711010

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 171. fundur - 21.11.2017

Fyrir stjórn Orkuveitu Húsavíkur ofh liggur að taka ákvörðun um með hvaða hætti tryggingar félagsins verði endurnýjaðar.
Framkvæmdastjóra falið að afla tilboða í tryggingar félagsins hjá þeim tryggingafélögum sem eru með útibú á Húsavík.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 172. fundur - 09.01.2018

Í lok síðasta árs var óskað tilboða í tryggingar Orkuveitu Húsavíkur hjá annars vegar Sjóvá, sem er núverandi tryggingafélag OH og hins vegar VÍS sem er tryggingafélag Norðurþings. Tilboð skiluðu sér frá báðum tryggingafélögum og reyndust þau sambærileg m.t.t. kostnaðar, en byggt á þeim var tekin ákvörðun um að halda tryggingum OH áfram hjá Sjóvá.
Stjórn OH ákveður að halda áfram viðskiptum við tryggingafélagið Sjóvá.