Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Stjórn býður nýjan framkvæmdastjóra velkominn til starfa. Kristján Þór Magnússon mætti undir liðum 5 og 7
1.Hitaveita í Kelduhverfi
201508077
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu málsins. Framkvæmdastjóra falið að leita lögfræðiráðgjafar um samningamál vegna nýtingarréttar.
2.Sjóböð á Húsavíkurhöfða - staða mála
201604012
Fyrir stjórn liggur áætlun um kostnað við tengingu Sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
Framkvæmdastjóri fór yfir fund með Sjóböðum hf. um gæði vatnsins við Eimskip. Framundan eru rannsóknir á vatninu ásamt því að ákveða lagnaleiðir. Stefnt er að hefja framkvæmdir næsta vor. Stjórn leggur áherslu á að klára sem fyrst samninga við félagið um eignarhald og heimtaugagjöld.
3.Yfirtaka OH á vatnsveitu í landi Þverár
201608002
Framkvæmdastjóra er falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið
4.Lagfæring á hitaveitulögn í Reykjahverfi
201611022
Hitaveita í Reykjahverfi er í slæmu ástandi og kallar á endurnýjun. Framkvæmdastjóra er falið að láta hanna og meta kostnað við endurnýjun veitunnar.
5.Sameining vinnuaðstöðu OH og þjónustumiðstöðvar
201611023
Stjórn leggur til við framkvæmdanefnd að stefna að sameiningu vinnuaðstöðu Orkuveitu Húsavíkur og þjónustumiðstöðvar Norðurþings á árinu 2017.
6.Hrafnabjargavirkjun
201512014
Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Hrafnabjargarvirkjunar hf., fór yfir stöðu félagsins og framtíðarhorfur. Í drögum að rammaáætlun, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að Hrafnabjargarvirkjun verði sett í verndarflokk. Fyrir næsta fund mun liggja fyrir beiðni um hlutafjáraukningu í félaginu til að gera upp skuldbindingar félagsins.
7.Eimur - Nýsköpun í orku-, umhverfis-, og ferðamálum á Norðausturlandi
201607245
Fyrir stjórn liggur stofnsamningur og samþykktir fyrir EIM
Stjórn gerir ekki efnislegar athugasemdir við lokadrögin og framkvæmdastjóra er falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Orkuveitunnar.
8.Orkuveita Húsavíkur - áætlun 2017
201609211
Fyrir stjórn liggur rekstraráætlun fyrir Orkuveitu Húsavíkur 2017
Stjórn samþykkir rekstraráætlunina og fjárfestingaáætlun 2017 upp á 216 milljónir.
Fundi slitið - kl. 17:20.