Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

149. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar arðsemisútreikningar á hitaveitu í Kelduhverfi
Pétur Vopni Sigurðsson mætti á fundinn og fór yfir arðsemisútreikninga á hitaveitu í Kelduhverfi. Bæjarráð fagnar áformum um hitaveitu í Kelduhverfi.

2.Fjármál Norðurþings

Málsnúmer 201505080Vakta málsnúmer

Við gerð árs, þriggja ára og tíu ára áætlana Norðurþings verða eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:

1)Að A-sjóður verði sjálfbær, þ.e. veltufé frá rekstri verði nægjanlegt til að standa undir afborgunum lána og fjárfestingum ekki undir 300 milljónir á ári.
2)Að Orkuveita Húsavíkur greiði Norðurþingi arð í samræmi við fjárhagsstöðu og fjárfestingaþörf félagsins.
3)Að hafnasjóður Norðurþings verði sjálfbær strax árið 2016, þ.e ekki verði frekari fjárstreymi í hafnasjóð úr A-sjóði frá og með árinu 2016.

Fundi slitið - kl. 18:00.