Orkuveita Húsavíkur ohf

153. fundur 08. ágúst 2016 kl. 14:00 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Ingibjörg Árnadóttir starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Dómur í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf og gagnsök

201607286

Eiríkur S Svavarsson fór yfir dóm héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Garðræktarfélags Reykhverfinga hf. gegn Orkuveitu Húsavíkur ohf. og gagnsök. Niðurstaða dómsins var að hafna bæði kröfu Garðræktarfélagsins og orkuveitunnar. Stjórn mun taka ákvörðun á næsta fundi hvort dómnum verði árfrýjað til hæstaréttar. Framkvæmdastjóra er falið að leita álit annars lögfræðings á dómnum og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

2.Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

201606169

Stjórn leggur áherslu á að komið verði upp rafhleðslustöðvum í Norðurþing og felur framkvæmdastjóra að vinna að framgangi málsins.

3.Hrafnabjargarvirkjun hf

201607289

Fyrir stjórn liggur bréf til Hrafnabjargarvirkjunar hf um breytingar í stjórn þess félags. Fyrir liggur samþykki allra stjórnarmanna í tölvupósti.
Sigurgeir Höskuldsson var kosinn í stjórn félagsins fyrir hönd Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Erna Björnsdóttir í varastjórn.

4.Hitaveita í Kelduhverfi

201508077

Orkuveita Húsavíkur ohf. er í viðræðum við Ríkiseignir vegna nýtingu á hitaveituholunni við Jökulsárbakka. Framkvæmdum við hitaveitu í Kelduhverfi hefur verið frestað þar til samningar hafa verið undirritaðir.

5.Tjón á húsi

201608006

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.