Fara í efni

Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Málsnúmer 201606169

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 6. fundur - 14.07.2016

Til úthlutunar eru 67 mkr hjá Orkusjóði í átaksverkefni til að tryggja aukið aðgengi sem flestra landsmanna að stöðvum til hleðslu rafbíla. Ræða þarf með hvaða hætti sveitarfélagið sækir fram í þessu verkefni.
Framkvæmdanefnd telur mikilvægt að settar verði upp hraðhleðslustöðvar á Húsavík.

Nefndin samþykkir að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna þessa í samstarfi við Orkuveitu Húsavíkur.

Málinu vísað til Orkuveitu Húsavíkur.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 153. fundur - 08.08.2016

Stjórn leggur áherslu á að komið verði upp rafhleðslustöðvum í Norðurþing og felur framkvæmdastjóra að vinna að framgangi málsins.