Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

152. fundur 30. maí 2016 kl. 14:30 - 16:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Pétur Vopni Sigurðsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Erna Björnsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Kosning stjórnarformanns OH

Málsnúmer 201605137Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur tillaga um að Erna Björnsdóttir verði stjórnarformaður
Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða

2.Golfklúbbur Húsavíkur, umsókn um styrk

Málsnúmer 201605060Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur beiðni frá Golfklúbbi Húsavíkur um styrk gegn auglýsingum sem staðsettar verða við aðkomu á völl félagsins
Stjórn samþykkir að styðja félagið um kr. 100.000,- gegn auglýsingu við aðkomu á völl félagsins.

3.Félag eldri borgara, umsókn um styrk

Málsnúmer 201605135Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir styrk til að koma nýkeyptu húsnæði félagsins í horf.
Pétri er falið að ræða við stjórn félags eldri borgara um aðkomu Orkuveitu Húsavíkur að verkefninu.

4.Sjóböð ehf - Aðalfundur 2016

Málsnúmer 201605085Vakta málsnúmer

Stjórn samþykkir að Gunnlaugur Aðalbjarnarson verði fulltrúi Orkuveitu Húsavíkur á fundinum. Fulltrúi Orkuveitu í stjórninni verður áfram Snæbjörn Sigurðsson.

5.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Pétur Vopni fór yfir stöðu mála. Beðið er eftir svörum frá ríkiseignum varðandi nýtingasamning. Kynningarfundur í Kelduhverfi verður um leið og svör berast.

6.Sjóböð á Húsavíkurhöfða - staða mála

Málsnúmer 201604012Vakta málsnúmer

Pétur Vopni fór yfir stöðu mála.

7.Kalina raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Pétur Vopni fór yfir stöðu mála varðandi verefnið að koma Kalina raforkustöðinni af stað.

8.Ljósleiðari í dreifbýli

Málsnúmer 201601100Vakta málsnúmer

Stjórn samþykkir að leita eftir kostnaðartölum í að greina kostnað við ljósleiðaravæðingu dreifbýlis Norðurþings.

9.OH Stefnumótun

Málsnúmer 201605121Vakta málsnúmer

Stjórn samþykkir að hittast þriðjudaginn 7. júní kl. 14:30 og rýna stefnu fyrirtækisins og stöðu

Fundi slitið - kl. 16:20.