Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

149. fundur 07. apríl 2016 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Pétur Vopni Sigurðsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Erna Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon mætti á fundinn undir liðum 5, 6 og 7

1.Kosning formanns í stað Friðriks Sigurðssonar

Málsnúmer 201603141Vakta málsnúmer

Í stað Friðriks Sigurðssonar var Erna Björnsdóttir kjörin formaður

2.Nýting gufu til þurrkunar korns

Málsnúmer 201603151Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur erindi frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að þurrkun korns með gufu sem orkugjafa í stað olíu.
Stjórn þakkar bréfriturum erindið en að svo stöddu er ekki hægt að verða við erindinu sökum mögulegrar nýtingar gufu við raforkuframleiðslu.

3.Hitaveita í Kelduhverfi

Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer

Pétur fór yfir stöðu mála og kynnti næstu skref verkefnisins. Honum var falið að leggja fram dagsett tímaplan verkefnisins, þar með kynningu til íbúa, á næsta fund.

4.Sjóböð á Húsavíkurhöfða - staða mála

Málsnúmer 201604012Vakta málsnúmer

Pétur Vopni fór yfir stöðu mála. Honum var falið að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræðu fundarins.

5.Kalina raforkustoð OH

Málsnúmer 201604013Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur erindi frá Stephen Morris fyrir hönd Kalina Power, áður Global Geothermal, um enduruppbyggingu orkustöðvarinnar á Húsavík.
Inn á fundinn kom símleiðis, Stephen Morris og kynnti bakgrunn verkefnisins og hugleiðingar um framhaldið. Stjórn lýsir vilja sínum um að skoða verkefnið frekar og kanna hvort fyrri samningur geti verið grunnur að nýjum samningi um verkefnið. Pétri falið að ræða við lögfræðing OH um að kynna þann samning fyrir stjórn.

6.Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf 2016

Málsnúmer 201604022Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur tillaga um að aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. verði þriðjudaginn 19. apríl kl. 15:00. Stjórn leggur til að greiddur verður 100.000.000 í arð til Norðurþings
Stjórn samþykkir að leggja til við aðalfund að greiddur verði arður kr. 100.000.000 til eiganda samkvæmt fjárhagsáætlun.

7.LOGI - bætt nýting orkuauðlinda á Norðurlandi

Málsnúmer 201602056Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn liggur beiðni um 9.000.000 kostnaðarframlag OH í verkefnið LOGI bætt orkunýting á Norðurlandi
Stjórn samþykkir að leggja í verkefnið samtals kr. 9.000.000,- eða þrjár milljónir á ári í þrjú ár.

8.Hrafnabjargavirkjun staða mála

Málsnúmer 201512014Vakta málsnúmer

Önnur mál
Kynning á stöðu mála Hrafnabjargarvirkjun.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.