Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

243. fundur 15. febrúar 2018 kl. 16:00 - 17:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Samþykktir Norðurþings 2018

Málsnúmer 201801010Vakta málsnúmer

Framhald á umræðu um breytingar á samþykktum Norðurþings.
Byggðarráð vísar samþykktunum með áorðnum breytingum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Norðurþings

Málsnúmer 201802077Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá lífeyrissjóðnum Brú varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Meðfylgjandi er einnig bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 14. janúar þar sem lagt er til að endugreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2018 verði 69%. Samkvæmt grein 34.4 í samþykktum sjóðsins skal bæjarstjórn ákveða endurgreiðsluhlutfall réttindasafnsins að fenginni tillögu tryggingarstærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 34. mál - frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalaleyfis)

Málsnúmer 201802091Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga. Umsögnin þarf að berast fyrir 2. mars.
Lagt fram til kynningar.

4.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Til umsagnar: 35. mál frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt)

Málsnúmer 201802100Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt). Umsögnin þarf að berast fyrir 2. mars.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 302. fundar stjórnar Eyþings frá 26. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

6.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2018

Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Kelduhverfis frá 12. febrúar s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til umfjöllunar í Fræðslunefnd og Framkvæmdanefnd.

7.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2018

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar Hverfisráðs Reykjahverfis frá 13. febrúar s.l.
Byggðarráð vísar fundargerðinni til umfjöllunar í Framkvæmdanefnd og stjórn Orkuveitunnar.

8.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu tvær fundargerðir Hverfisráðs Raufarhafnar frá 25. janúar og 5. febrúar.
Byggðarráð vísar fundargerð 2. fundar til umfjöllunar í Framkvæmdanefnd. Byggðarráð tekur undir áhyggjur heimamanna af stöðu sjúkraflutningamála.

Fundi slitið - kl. 17:25.