Fara í efni

Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Norðurþings

Málsnúmer 201802077

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 243. fundur - 15.02.2018

Borist hefur bréf frá lífeyrissjóðnum Brú varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Meðfylgjandi er einnig bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 14. janúar þar sem lagt er til að endugreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafn Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2018 verði 69%. Samkvæmt grein 34.4 í samþykktum sjóðsins skal bæjarstjórn ákveða endurgreiðsluhlutfall réttindasafnsins að fenginni tillögu tryggingarstærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 78. fundur - 20.02.2018

Á 243. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.