Fara í efni

Framkvæmdanefnd

26. fundur 14. mars 2018 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir liðum 1-5.

1.Endurskoðun leiguverðs - Sambýli Norðurþings

Málsnúmer 201803038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur endurskoðun á leiguverði vegna Sólbrekku 28 og Pálsgarðs 2 þar sem leigutekjur standa ekki undir rekstri þessara eigna.
Núverandi leiga er fast verð á herbergi óháð stærð þess.
Þar sem herbergin eru mörg hver mismunandi að stærð, þá mátu verkefnastjóri framkvæmdasviðs, settur félagsmálastjóri og verkefnastjóri búsetu að betra væri að miða leiguverð við fermetrafjölda ásamt hluta í sameign. Leigan væri þá sanngjarnari fyrir vikið í tilfelli hvers leigutaka.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á tilhögun leiguverðs með þeim hætti sem lagt er til og hvort samþykkt sé að hækka leiguverð þjónusturýma í tengslum við þessa þjónustu svo hægt verði að sinna lögbundnu viðhaldi eignanna.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá með fyrirvara um jákvæða afstöðu til málsins á fundi félagsmálanefndar.
Í staðinn fyrir fast leiguverð pr. herbergi, verði leiguverð ákvarðað m.t.t. stærðar herbergis ásamt hlutdeild í sameign.
Um er að ræða talsverða hækkun á leiguverði og þess vegna er mikilvægt að benda leigjendum á að nýta sér húsaleigubætur.
Ef húsaleigubætur eru nýttar er raunhækkun leiguverðs óveruleg.

2.Reglubundin skoðun - Sundlaugin á Raufarhöfn

Málsnúmer 201802088Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir Vinnueftirlits vegna aðstöðunnar í sundlaug á Raufarhöfn.
Vinnueftirlitið gefur frest til 1. júní til þess að skila tímasettri áætlun um úrbætur.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða hvort og hvenær ráðist verði í úrbætur m.t.t. athugasemda og með hvaða hætti svara skuli athugasemdum skoðunarmanns.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara athugasemdum Vinnueftirlitsins og gera nauðsynlegar úrbætur til samræmis við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

3.Sundlaugin á Raufarhöfn - skoðun heilbrigðisfulltrúa

Málsnúmer 201802074Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna sundlaugar á Raufarhöfn.
HNE gefur frest til 15. mars til þess að skila tímasettri áætlun um úrbætur.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða hvort og hvenær ráðist verði í úrbætur m.t.t. athugasemda og með hvaða hætti svara skuli athugasemdum skoðunarmanns.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og gera nauðsynlegar úrbætur til samræmis við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

4.Skoðun heilbrigðisfulltrúa á húsnæði Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201802097Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir framkvæmdanefnd.
Þann 18. september 2017 fór fram úttekt á skólahúsnæði Borgarhólsskóla af hálfu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Í kjölfarið barst listi athugasemda sem tekinn var til skoðunar hjá eignasjóði og gerð var aðgerðaáætlun til úrbóta.
Búið er að ganga frá flestum þeim atriðnum sem snúa að Eignasjóði, en lagfæringar á klósettum við smíðastofur standa eftir.
Framkvæmda- og þjónstufulltrúi fór yfir þær framkvæmdir sem staðið hafa yfir og brugðist hefur verið við í kjölfar athugasemda HNE varðandi Borgarhólsskóla.

5.Beiðni um kaup á íbúð

Málsnúmer 201803006Vakta málsnúmer

Íbúar leiguíbúðar að Grundargarði 7 hafa lýst yfir áhuga á að festa kaup á eigninni.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort gengið verði til viðræðna við umrædda leigjendur um sölu eignarinnar og þá hvort það verði gert á sömu forsendum og gert var við sölu eigna sveitarfélagsins á síðasta ári.
Framkvæmdanefnd frestar málinu til næsta fundar.

6.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd uppsetningu rennibrautarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnunargögn. Nefndin leggur þó til að rennibrautinni verði snúið lítillega til að bæta útsýni að henni frá heitum pottum. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar ásamt niðurstöðu grenndarkynningar varðandi vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur.

7.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Lagt fyrir framkvæmdanefnd til kynningar.
Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá VHE í byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

8.Könnun á þörf fyrir þriggja fasa rafmagn - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðurneytið.

Málsnúmer 201802102Vakta málsnúmer

Starfshópur á vegum Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytis fer þess á leit við sveitarfélagið Norðurþing að greind verði þörfin fyrir þriggja fasa rafmagn, hvar á svæðinu hún er brýnust og til hvaða starfsemi. Óskað er eftir að svar berist ráuneytinu eigi síðar en 1. apríl 2018.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða hvort leggja skuli í þessa vinnu við greiningu á þörfinni fyrir 3ja fasa rafmagn í sveitarfélaginu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að safna saman þeim gögnum sem kallað er eftir og senda inn til Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytis fyrir 1. apríl.

9.Almennt um sorpmál 2018

Málsnúmer 201801145Vakta málsnúmer

Farið hefur fram nokkuð ítarleg umræða milli framkvæmdafulltrúa Norðurþings og forsvarsmanns Sel sf, þess þjónustuaðila sem sinnir sorphirðu á austursvæði sveitarfélagsins, um framtíð sorphirðu á því svæði ásamt möguleikum til flokkunar sorps í dreifbýli austursvæðis.
Fyrir liggur samantekt sem gerir grein fyrir því hvernig mögulegt væri að ná fram þeim markmiðum sem stefnt er að og eins því sem snýr að fyrirkomulagi og kostnaði, verði þessi leið farin.
Fyrirhuguð fjárfesting þjónustuaðila er umtalsverð til þess að sorpflokkun verði möguleg með þessum hætti og með tilliti til þess þyrfti tímalengd samnings að vera u.þ.b. 7 ár svo útlagður kostnaður við hana náist til baka með viðunandi arðsemi og án kostnaðaraukningar sorphirðugjalda.
Gert er ráð fyrir að kostnaður sveitarfélagsins aukist ekki við þessar breytingar frá því sem nú er.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða leið skuli fara við samningsgerð í tenglum við sorpmál á austursvæði Norðurþings.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónstufulltrúa að ganga til samninga við Sel sf um sorphirðu og flokkun á austursvæði Norðurþings til samræmis við það sem lagt er upp með í meðfylgjandi samantekt.

10.Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald

Málsnúmer 201709063Vakta málsnúmer

Á 78. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Til máls tók undir lið "Breyting á samþykkt um hunda- og kattahald": Sif, Óli, Gunnlaugur, Kjartan, Olga og Örlygur.

Sif og Óli leggja fram eftirfarandi tillögu að tekið verði út eftirfarandi úr 7. gr. samþykktarinnar: "Kettir skuli ekki vera lausir úti við í þéttbýli".

Greinargerð til rökstuðnings. Afar sjaldgæft er að sveitarfélög beiti banni við lausagöngu kata í þéttbýli. Í borgum, bæjum og þorpum innan og utan lands er almenna reglan sú að kettir geta gengið lausir, gegn almennum kvöðum um ábyrgð eigenda þeirra. Í Norðurþingi var bann af þessu tagi staðfest fyrir nokkrum árum. Það er mat undirritaðra að ekki séu neinar þær sérstöku aðstæður í þéttbýlisstöðum Norðurþings sem kalli á bann af þessi tagi.

Sif Jóhannesdóttir og Óli Halldórsson.


Gunnlaugur leggur til að tillögunni ásamt samþykktinni verði vísað aftur til framkvæmdanefndar þar sem þetta verði rætt.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Gunnlaugs með atkvæðum Soffíu, Gunnlaugs, Kjartans, Stefáns og Olgu.

Örlygur, Óli, Sif og Jónas greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til breytingartillögu sveitarstjórnar er varðar lausagöngu katta í sveitarfélaginu ásamt öðrum breytingum sem fyrir liggja á samþykktinni.
Framkvæmdanefnd samþykkir efnislega óbreytta samþykkt um hunda- og kattahald í Norðurþingi sem felur í sér bann við lausagöngu hunda og katta í þéttbýli.
Nefndin samþykkir aðrar þær viðbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktinni til sæmræmis við lög og reglugerðir.
Samþykktinni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

Kjartan Páll Þórarinsson óskar bókað.
Leyfa á lausagöngu katta í þéttbýli.

11.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2018

Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer

Á fjórða fundi hverfisráðs Kelduhverfis komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Flokkun sorps í Kelduhverfi. Hver er staðan á þeim málum og hverfisráð hvetur íbúa til að íhuga moltugerð.
2. Staða ljósleiðaramála í Kelduhverfi.
3. Vatnsveitur í Kelduhverfi. Óskað er eftir úttekt á ástandi og heilnæmi neysluvatns í Kelduhverfi.
Framkvæmdanefnd fagnar áhuga hverfisráðs Kelduhverfis á umræddum málum.

1. Málefni sorpflokkunar og sorpmál almennt á þessu svæði er í endurskoðun og vonast er til að þeirri vinnu ljúki fljótlega.
Í kjölfarið mun liggja fyrir hvaða leið verður farin til þess að mæta auknum kröfum um flokkun sorps og hvernig framkvæmdinni verður háttað.

2. Undirbúningsvinna vegna lagningar ljósleiðara um austursvæði Norðurþings er í fullum gangi, en í ljósi kostnaðar er ljóst að verkefninu verður skipt upp í smærri verkhluta.
Stefnt er að því að hefja vinnu við verkefnið í sumar og líklega mun því ljúka haustið 2019 ef allt gengur eftir.

3. Varðandi málefni neysluvatns í Kelduhverfi, þá heyra þau mál ekki undir sveitarfélagið.

12.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2018

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fundargerð hverfisráð Reykjahverfis 13. febrúar 2018. Á fundinum komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Staðan á ljósleiðaralagninu.
2. Heimreiðar, umferðaöryggismál og aðkomu sveitarfélagsins að þeim. Þjóðvegurinn í gegnum Reykjahverfi er stórhættulegur, vantar viðhald og umferðarhegðun.
3. Fagnar uppbyggingu íbúðabyggðar í Hrísateig.
Framkvæmdanefnd fagnar þeim fyrirspurnum sem bárust frá hverfisráði Reykjahverfis eftir fund ráðsins þann 13. febrúar sl.

1. Lagningu ljósleiðara um Reykjahverfið er nú að mestu lokið þótt mögulega séu einhverjar eftirstöðvar í frágangi og tiltekt.
Unnið er að því að tengja strenginn úr Norðurþingi yfir í Þingeyjasveit með tengingu milli Laxamýrar og Tjarnar og verður flugvöllurinn í Aðaldal tengdur samhliða því.

2. Stefnt er að því að takmarka umferðarhraða um þéttbýliskjarna Reykjahverfis eða öllu heldur við Hveravelli, en sú vinna verður að fara fram í samvinnu við Vegagerðina.
Snjómokstur og viðhald heimreiða er alfarið á hendi Vegagerðar. Að sama skapi er það Vegagerðarinnar að viðhalda þjóðvegum landsins og er það eins með þjóðveginn um Reykjahverfið. Sveitarfélagið mun áfram þrýsta á Vegagerðina að sinna skyldum sínum.

3. Vonir standa til þess að hægt verði að stækka íbúabyggð í Hrísateigi til samræmis við ríkjandi deiliskipulag á því svæði. Sveitarfélagið hefur lýst sig reiðubúið til þess að standa að þeirri gatnagerð og veituframkvæmdum sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að nýta þær lóðir sem lausar eru.

13.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018

Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer

Á öðrum fundi hverfisráðs Raufarhafnar komu fram fyrirspurnir vegna eftirfarandi mála sem heyra undir framkvæmdanefnd.
1. Gangstéttar, sum staðar er slysahætta, þörf á lagfæringu þeirra og laga kantsteina.
2. Grunnskóli og íþróttahús þarfnast viðhalds, klæða norðurhlið húsanna, skipta um glugga í skólahúsinu og malbika fyrir framan íþróttahús.
3. Ráðhús, þarf að endurnýja þak og malbika bílastæði fyrir framan húsið.
4. Félagsheimilið Hnitbjörg, hluti af þakinu lekur og liggur húsið undir skemmdum. Bæta þarf aðgengi fyrir fatlaða og malbika bílastæði við húsið. Það þarf að fara rækilega í lóðina en ekkert hefur verið gert við lóðina í áratugi. Hverfisráð óskar eftir því að garðyrkjustjóri komi til að taka út verkið á vordögum 2018.
5. Kirkjugarður, þarf að malbika svæðið þar í kring, best væri að malbika alla leið upp að vita. Þá vantar lýsingu þar sem fólk gengur mikið um svæðið.
6. SR lóð og mjölhús, gera þarf við þak á mjölhúsi. Ákveða þarf hvað á að gera með þessar lóðir.
7. Gamla slökkvistöðin, þarf að klæða húsið.
8. Ruslamál, hvernig er með staðsetningu gáma í þorpinu, hver er staðan á þessum málum? Rusl fýkur um allar trissur allt árið í kring og hafa starfsmenn áhaldahúss eytt miklum tíma í að hreinsa rusl af svæðinu í kringum gámana. Hverfisráð krefst úrlausna.
9. Umhverfið, það þarf að hreinsa úr skurðum á fenjasvæði staðarins, hverfisráð vill beita sér fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hreinsi sitt umhverfi.
10. Hraðahindranir, mikil þörf er fyrir hraðahindranir m.a. vegna hraðakeyrslu t.d. vegna flutningabíla.
Framkvæmdanefnd fagnar þeirri umræðu og þeim fyrirspurnum sem komu fram á fundi ráðsins.

1-7. Ástand fasteigna og umferðarmannvirkja er víða ábótavant í sveitarfélaginu öllu. Unnið er að endurbótum eftir því sem fjárhagur sveitarfélagsins leyfir.

8. Framkvæmdanefnd tekur undir athugasemdir hverfisráðsins varðandi staðsetningu og umgengni um gámasvæði á Raufarhöfn.
Frá því á síðasta ári hafa staðið yfir framkvæmdir í gömlu síldarþrónni við hlið mjölskemmunnar í samvinnu við Sel sf sem hefur séð alfarið um framkvæmdina. Markmiðið er að þar verði gámasvæði til flokkunar og förgunar á sorpi á Raufarhöfn, en gert er ráð fyrir því að þeim framkvæmdum ljúki nú í sumar.

9. Framkvæmdanefnd tekur undir og fagnar áformum hverfisráðs Raufarhafnar um að virkja heimamenn til þess að halda þorpinu snyrtilegu með hreinsun á því rusli sem safnast hefur fyrir í skurðum og mýrum á staðnum.

10. Uppsetning hraðahindrana á þjóðvegi Vegagerðarinnar verður að vinnast í samvinnu við Vegagerðina og að öllum líkindum verður stuðst við hraðamælingar til staðfestingar á þörfinni. Þetta mál er á dagskrá á fyrirhuguðum fundi sem haldinn verður með Vegagerðinni á næstu dögum.

14.Fyrirspurn frá Grími Þór Lund varðandi netsamband/ljósleiðara í Leirhöfn, Melrakkasléttu.

Málsnúmer 201803008Vakta málsnúmer

Grímur Þór Lund sendi fyrirspurn um fyrirætlanir sveitarfélagsins í ljósleiðaravæðingur austursvæðis Norðurþings.
Erindinu hefur þegar verið svarað.

15.Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands óskar eftir að kynna vinnslu á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu.

Málsnúmer 201801155Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu í framkvæmdanefnd.
Í byrjun marsmánaðar hélt Landbúnaðarháskóli Íslands sameiginlegan fund á Akureyri um vinnslu á lífrænum úrgangi til orku- og næringarefnavinnslu.
Tilgangur fundarins var að freista þess að draga sveitarfélög sem og aðra aðila að borðinu til þess að styðja við aukna sjálfbærni og nýtingu á lífrænum úrgangi.
Leitað er eftir aðkomu sveitarfélaga við val á svæði sem hentað gæti fyrir tilraunaverkefni af þessu tagi og kostnaðarlegri þátttöku í verkefninu ef af verður.
Framkvæmdanefnd þarf að taka afstöðu til þess hvort skoða eigi frekari aðkomu að slíku verkefni og hvaða staðsetning/svæði kæmi til greina í því markmiði.
Framkvæmdanefnd fagnar frumkvæmði Landbúnaðarháskólans í þessum málum, en óskar ekki eftir þátttöku í verkefninu á þessum tímapunkti.

16.M W óskar eftir framlengingu á geymslusvæði í Tröllakoti.

Málsnúmer 201803043Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur meðfylgjandi beiðni M W Germany GmbH um framlengingu samnings vegna leigu á geymslusvæði í Tröllakoti.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framlengja samninginn til 15. maí og taki dagsektarákvæði skv. núgildandi samningi við eftir það. Greiðslur fyrir framlengdan tíma reiknast sem hlutfall af fyrri samningi.

17.Kaup á búnaði til viðburða í íþróttahöllina á Húsavík

Málsnúmer 201802128Vakta málsnúmer

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um mögulega fjárfestingar og uppbygging á Íþróttahöllinni á Húsavík til að halda megi veislur og skemmtanir í húsinu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að funda með fulltrúum Kvenfélags Húsavíkur vegna málsins.

Fundi slitið - kl. 19:15.