Fara í efni

Sundlaugin á Raufarhöfn - skoðun heilbrigðisfulltrúa

Málsnúmer 201802074

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 25. fundur - 12.02.2018

Fyrir liggur úttekt heilbrigðisfulltrúa á sundlauginni á Raufarhöfn.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þeirra athugasemda sem gerðar eru í þeirri úttekt.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðar- og úrbótaáætlun fyrir lok apríl 2018 og leggja fyrir framkvæmdanefnd.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018

Til kynningar var skoðunarskýrsla heilbrigðisfulltrúa á sundlauginni á Raufarhöfn.
Málið var tekið fyrir á febrúarfundi framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Fyrir liggja athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna sundlaugar á Raufarhöfn.
HNE gefur frest til 15. mars til þess að skila tímasettri áætlun um úrbætur.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða hvort og hvenær ráðist verði í úrbætur m.t.t. athugasemda og með hvaða hætti svara skuli athugasemdum skoðunarmanns.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og gera nauðsynlegar úrbætur til samræmis við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.