Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

19. fundur 12. febrúar 2018 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson
  • Soffía Helgadóttir
  • Jónas Hreiðar Einarsson
  • Óli Halldórsson
  • Sif Jóhannesdóttir
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.#metoo - áherslur í samningagerð við félagastarfsemi Norðurþings

Málsnúmer 201802001Vakta málsnúmer

Erinidi af 24. fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur að Norðurþing fjármagnar margþætta íþrótta- og æskulýðsstarfsemi innan sveitarfélagsins. Þessi fjármögnun fer fram að miklu leyti í gegnum fjárveitingar sem bundnar eru samningum við félög. Þjóðfélagsumræða undanfarið hefur dregið athygli að nauðsyn þess að í slíku starfi sé hagsmuna barna og ungmenna gætt í hvívetna.
Bókun byggðarráðs var eftirfarandi:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fjárveitingar í samningum til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, verði háðar því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda og sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlun með skýrri aðgerðaráætlun. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Á þessum grunni verði tryggt í samningum að forvarnamálum og viðbragðsáætlunum gagnvart börnum og ungmennum verði stýrt af fagfólki. Fjölskyldusvið Norðurþings verði til samráðs og ráðgjafar eftir atvikum og hafi eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.
Málinu er vísað til viðeigandi nefnda sem fara með samningsgerð við félög sem sinna tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga.

Æskulýðs- og menningarnefnd tekur undir bókun byggðarráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

2.Völsungur - samningamál 2018-

Málsnúmer 201707045Vakta málsnúmer

Til kynningar voru samningsdrög að rekstrar- og samstarfssamningi á milli Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá samningi við Íþróttafélagið Völsung byggt á þeim drögum er liggja fyrir nefndinni.

3.GH Samningamál 2018-

Málsnúmer 201708051Vakta málsnúmer

Til kynningar voru samningsdrög að rekstrar- og samstarfssamningi á milli Norðurþings og Golfklúbbs Húsavíkur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá samningi við GH byggt á þeim drögum er liggja fyrir nefndinni.

4.Skáknámskeið

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Birkir Karl Sigurðsson býður uppá framhaldsnámskeið í skák. Samtals er um að ræða u.þ.b 10 klst námskeið eða eftir samkomulagi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að bjóða uppá framhaldsnámskeið í skák sem haldið verður í Lundi. Miðað er við að lágmarksþátttaka verði 10 manns.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá málinu.

5.Sundlaugin í Lundi 2018

Málsnúmer 201712092Vakta málsnúmer

Fyrir Æskulýðs- og menningarnefnd liggur að ákveða hvaða leið verður farin við rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2018.
Rekstaraðili sá um sundlaugina sumarið 2017 og hefur sýnt áhuga á að reka laugina aftur næsta sumar. Einnig liggja fyrir starfsumsóknir fyrir sundlaugina.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að framlengja rekstrarsamning við Neil Robertson sem sá um laugina sumarið 2017.

6.Sundlaugin á Raufarhöfn - skoðun heilbrigðisfulltrúa

Málsnúmer 201802074Vakta málsnúmer

Til kynningar var skoðunarskýrsla heilbrigðisfulltrúa á sundlauginni á Raufarhöfn.
Málið var tekið fyrir á febrúarfundi framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Reglubundin skoðun - Sundlaugin á Raufarhöfn

Málsnúmer 201802088Vakta málsnúmer

Til kynningar var skoðunarskýrsla vinnueftirlits á sundlauginni á Raufarhöfn.
Málið var tekið fyrir á febrúarfundi framkvæmdanefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201712016Vakta málsnúmer

Til kynningar var leigusamningur Norðurþings og AG Briem varðandi íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar.

9.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2018

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Á 3.fundi hverfisráðs Öxarfjarðar var tekið fyrir mál varðandi sundlaugina í Lundi og eftirfarandi bókað: Sundlauginn i Lundi er orðinn léleg, það þarf eitthvað ad gera. Girðingin í kring er ad fara. Pottur og Sundlaug eru of lítil og annar ekki eftirspurn á sumrin. Hverfisráð óskar eftir að Nordurðing komi með
stefnu um framtíð Sundlauga svæðisins. Einnig má sundlaug vera opinn lengur á sumrin.

Byggðarráð Norðurþings tók fundargerðina fyrir á fundi sínum þann 5. janúar 2017 og vísaði málinu til æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið.

Girðing hefur verið yfirfarin árlega og má reikna með að svo verði einnig í vor.
Nefndin tekur undir að potturinn er of lítill og hefur þrýst á að umbætur verði gerðar með því að kaupa stærri pott. Nefndin er enn á þeirri skoðun og mun halda áfram að þrýsta á þá framkvæmd árið 2019.

Aðsókn í laugina yfir sumartímann er frá 0 sundlaugargestum og hátt í 300 á dag þegar að best lætur. Því getur verið snúið að finna opnunartíma sem mætir þörfum sundlaugargesta. Ábendingin er tekin til athugunar.

10.Norðurþing - Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201712041Vakta málsnúmer

Á janúarfundi Sveitarstjórnar Norðurþings var samþykkt samhljóða um að sækja um aðild að verkefninu Heilsueflandi samfélag sem Embætti landlæknis stendur fyrir.
Stefnt er að formlegri undirritun þann 1. mars næstkomandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að Norðurþing verði Heilsueflandi samfélag og hlakkar til að takast á við verkefnið.

11.Sólstöðuhátíð á Kópaskeri 2018

Málsnúmer 201801197Vakta málsnúmer

Til kynningar er umsókn og afgreiðsla varðandi Sólstöðuhátíðina á Kópaskeri 2018.
Lagt fram til kynningar.

12.Mærudagar 2018

Málsnúmer 201801036Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að annast framkvæmd Mærudaga á Húsavík 2018.
Auglýst var í Dagskránni og í blaðinu Norðurland.
Ein umsókn barst í verkefnið.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ræða við umsækjanda varðandi framkvæmd Mærudaga 2018.

13.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir málefni sviðsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.