Fara í efni

Mærudagar 2018

Málsnúmer 201801036

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 17. fundur - 09.01.2018

Búið er að auglýsa eftir framkvæmdaraðila á Mærudögum 2018. Engar umsóknir bárust en umsóknarfrestur rann út nú í byrjun janúar.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að frestur verði framlengdur fram að 5.febrúar næstkomandi.
Auglýst verður eftir áhugasömum aðilum á landsvísu.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 19. fundur - 12.02.2018

Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að annast framkvæmd Mærudaga á Húsavík 2018.
Auglýst var í Dagskránni og í blaðinu Norðurland.
Ein umsókn barst í verkefnið.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ræða við umsækjanda varðandi framkvæmd Mærudaga 2018.

Fjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018

Fyrir Fjölskylduráði liggur til kynningar skýrsla framkvæmdaraðila Mærudaga 2018.
Einnig verður fjallað um framtíðarhorfur Mærudaga.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til opins íbúafundar í byrjun árs 2019 þar sem skýrsla Mærudaga 2018 verður kynnt og umræður um framtíðarfyrirkomulag hátíðarinnar fari fram.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur fyrir vel unnin störf við framkvæmd Mærudaga 2018.