Fara í efni

Fjölskylduráð

11. fundur 05. nóvember 2018 kl. 13:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Huld Hafliðadóttir
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 - 2.
Guðný Þóra Guðmundsdóttir áheyrnafulltrúi starfsmanna Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 - 2.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1 - 2.
Magnús Matthíasson skólastjóri Raufarhafnarskóla sat fundinn undir lið 1 - 2.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 2 - 4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 5 - 10.
Huld Hafliðadóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 8.

1.Leikskólar - Könnun um sumarlokanir og fundartíma í leikskólum

Málsnúmer 201810153Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar könnun um sumarlokanir leikskóla, fundatíma starfsmannafunda og fjölda starfsdaga hjá 32 sveitarfélögum.
Stjórnendur leikskóla og leikskóladeilda í Norðurþing kynntu fyrirkomulag sumarlokana, fundartíma og starfsdaga.
Fjölskylduráð þakkar greinargóða kynningu og umræður.

2.Tillaga um spjaldtölvukaup

Málsnúmer 201809110Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir umræða um tillögu frá fulltrúum B - lista um spjaldtölvukaup fyrir grunnskólanemendur í 4. - 10. bekk í grunnskólum Norðurþings.
Stjórnendur skóla Norðurþings og fjölskylduráð ræddu saman um tillögu frá fulltrúum B - lista um spjaldtölvukaup fyrir nemendur í 4.- 10. bekk í grunnskólum Norðurþings.
Verði af spjaldtölvukaupum fyrir skóla Norðurþings eru aðilar sammála um að vanda verði til innleiðingar á notkun þeirra og að notkun mundi hefjast í 1.bekk í stað 4.bekkjar.

Fjölskylduráð þakkar stjórnendum fyrir góðar umræður.

3.Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla kynnir fyrir fjölskylduráði stöðu umbótaáætlunar vegna eftirfylgni ytri úttektar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi Borgarhólsskóla 2016.
Skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti stöðu umbótaáætlunarinnar. Fjölskylduráð þakkar kynninguna.

4.Úttekt Miðstöð skólaþróunar á verkferlum Borgarhólsskóla um meðferð og úrvinnslu eineltismála

Málsnúmer 201811014Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar úttekt Sigríðar Ingadóttur, sérfræðings á Miðstöð skólaþróunar, á verkferlum Borgarhólsskóla um meðferð og úrvinnslu eineltismála.
Skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti úttekt á verkferlum um meðferð og úrvinnslu eineltismála. Fjölskylduráð hvetur stjórnendur til að birta skýrsluna á vef Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð þakkar kynninguna.

5.Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla árið 2017.

Málsnúmer 201810154Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarkostnað leik- og grunnskóla landsins árið 2017. Einnig eru til umfjöllunar athugasemdir og útreikningar skólastjóra Öxarfjarðarskóla vegna rekstrarkostnaðar skólans og skiptingu kostnaðar per. nemenda milli leik- og grunnskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að leita leiða til aðgreiningar rekstrarkostnaðar samrekinna leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Ráðið þakkar skólastjóra Öxarfjarðarskóla fyrir gagnlegar ábendingar.

6.Mærudagar 2018

Málsnúmer 201801036Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur til kynningar skýrsla framkvæmdaraðila Mærudaga 2018.
Einnig verður fjallað um framtíðarhorfur Mærudaga.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til opins íbúafundar í byrjun árs 2019 þar sem skýrsla Mærudaga 2018 verður kynnt og umræður um framtíðarfyrirkomulag hátíðarinnar fari fram.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur fyrir vel unnin störf við framkvæmd Mærudaga 2018.

7.Álaborgarleikarnir sumarið 2019

Málsnúmer 201810146Vakta málsnúmer

Borist hefur boðskort á Álaborgarleikana 2019 dagana 30. júlí - 4. ágúst 2019.
Um er að ræða íþróttakeppni sem haldnir eru í vinabæ Norðurþings á fjögurra ára fresti. Íþróttafólk fætt árin 2003, 2004, 2005 og 2006 er galdgengt í keppni á leikunum og í boð eru eftirtaldar keppnisgreinar; golf, frjálsar íþróttir, hnit, körfuknattleikur, skylmingar, fútsal, handknattleikur, júdó, karate, knattspyrna, sund, borðtennis, tennis, þríþraut og fimleikar.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að hafa samband við íþróttafélög í sveitarfélaginu og kanna áhuga iðkenda á þátttöku í leikunum.

8.Sigvaldi Kaldalóns - leiksýning

Málsnúmer 201810152Vakta málsnúmer

Kómedíuleikhúsið sækir um styrk til Norðurþings til að setja upp sýninguna "Sigvaldi Kaldalóns" á Húsavík.
Sýningin kostar 150.000kr og einnig þarf að útvega sýningarhúsnæði og gistingu í eina nótt fyrir tvo. Sveitarfélagið hefur svo umsjón með miðasölu og getur haft af því tekjur.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela fjölmenningarfulltrúa að kanna hvort Leikfélag Húsavíkur vilji taka verkefnið að sér og annast umsýslu með sýningunni gegn því að ágóði sem kann að verða af henni renni til leikfélagsins.

9.Drög að stefnu í íþróttamálum 2019-2030

Málsnúmer 201810156Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarráðuneyti hefur sett fram drög að stefnu í íþróttamálum 2019-2030 sem nú er í opnu umsagnarferli inná samradsgatt.island.is
Stefna í íþróttamálum 2019-2030 lögð fram til kynningar.

10.Samningamál Völsungs 2019-

Málsnúmer 201809156Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um samstarfs- og styrktarsamning Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni fjölskylduráðs að halda áfram samningaviðræðum við Völsung.

Fundi slitið - kl. 15:50.