Fara í efni

Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla árið 2017.

Málsnúmer 201810154

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarkostnað leik- og grunnskóla landsins árið 2017. Einnig eru til umfjöllunar athugasemdir og útreikningar skólastjóra Öxarfjarðarskóla vegna rekstrarkostnaðar skólans og skiptingu kostnaðar per. nemenda milli leik- og grunnskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að leita leiða til aðgreiningar rekstrarkostnaðar samrekinna leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.
Ráðið þakkar skólastjóra Öxarfjarðarskóla fyrir gagnlegar ábendingar.

Fjölskylduráð - 21. fundur - 04.02.2019

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarkostnað leik- og grunnskóla landsins árið 2017 skipt eftir sveitarfélögum. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 5. nóvember sl. en þá var kynnt yfirlit eftir skólum.
Fjölskylduráð þakkar fræðslufulltrúa kynninguna.