Fara í efni

Fjölskylduráð

21. fundur 04. febrúar 2019 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 3 - 5.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2 -3
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 3

Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmiðstöðva í Norðurþingi sat fundinn undir lið 1
Ágústa Gísladóttir nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ sat fundinn undir lið 1
Signý Valdimarsdóttir félagsráðgjafi Norðurþings sat fundinn undir lið 2-3

1.Frístund allt árið

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Til kynningar eru drög að sumarfrístund fyrir 1-4 bekk á Húsavík sumarið 2019. Drögin eru unnin af Ágústu Gísladóttur nemanda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og forstöðumann frístundar og félagsmiðstöðvar. Ágústa er sem stendur í vettvangsnámi hjá Norðurþingi.
Kynnt voru metnaðarfull drög að sumarfrístund þar sem sérstök áhersla er lögð á að brúa bilið eftir að skóla lýkur að vori fram á haust. Einnig að brúa bilið fyrir leikskólabörn sem hefja nám í 1.bekk, frá því að sumarfríi leikskóla lýkur fram að því að grunnskóli hefst að hausti.

Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka skipulagningu sumarfrístundar og leggja fyrir ráðið í apríl.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til afgreiðslu uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða reglur um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í byggðarráði.

3.Forvarnarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd hóf á síðasta kjörtímabili vinnu að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið. Örlygur Hnefill óskar eftir að vinna nefndarinnar frá síðasta kjörtímabili tekin upp og henni lokið. Drög að forvarnarstefnu frá félagsmálanefnd lögð fram ásamt dæmum um verkefnis-og aðgerðaáætlun úr öðrum sveitarfélögum.
Fjölskylduráð ræddi drög að forvarnarstefnu fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Stefnan verður tekin til umræðu á fundi ráðsins þann 11. febrúar þar sem ákveðið verður hvað fellur undir stefnuna. Ráðið felur sviðsstjórum að taka saman þau verkefni sem þegar eru í gangi hjá sveitarfélaginu og hafa forvarnargildi. Fjölskylduráð hyggst svo halda vinnufund þann 18. febrúar til að móta stefnuna og að í framhaldi verði henni vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

4.Rekstrarkostnaður leik- og grunnskóla árið 2017.

Málsnúmer 201810154Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarkostnað leik- og grunnskóla landsins árið 2017 skipt eftir sveitarfélögum. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 5. nóvember sl. en þá var kynnt yfirlit eftir skólum.
Fjölskylduráð þakkar fræðslufulltrúa kynninguna.

5.Skýrsla um stöðu nemenda með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn

Málsnúmer 201901083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ný skýrsla Eurydice, Integration of Migrant Students into Schools in Europe: National Policies and Measures, sem fjallar um stöðu nemenda með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Fjölskylduráð þakkar fræðslufulltrúa fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 15:00.