Fara í efni

Frístund allt árið

Málsnúmer 201811066

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 13. fundur - 19.11.2018

Til umræðu er fyrirkomulag á frístundarvistun á Húsavík.
Fulltrúar meirihluta í fjölskylduráði leggja til að frá og með árinu 2019 verði frístund fyrir nemendur 1.-4. bekkjar í boði allt árið á Húsavík.
Frá því að skóla lýkur að vori og þar til hann hefst aftur að hausti verði boðið upp á 4 klst. vistun alla virka daga að undanskildum 4 vikum fyrir verslunarmannahelgi til samræmis við sumarlokun leikskóla.
Nemendur sem lokið hafa 4. bekk eigi kost á vistun fram að sumarleyfi frístundar og nemendur sem eru að hefja skólagöngu í grunnskóla eigi kost á vistun að loknu sumarleyfi frístundar.
Gert hefur verið ráð fyrir framangreindum breytingum á starfsemi frístundar við gerð fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falin nánari útfærsla í samstarfi við forstöðumann frístundar. Þá er því beint til þeirra að tekið skuli tillit til annars frístundastarfs barna við ákvörðun á vistunartíma.

Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.

Fjölskylduráð - 21. fundur - 04.02.2019

Til kynningar eru drög að sumarfrístund fyrir 1-4 bekk á Húsavík sumarið 2019. Drögin eru unnin af Ágústu Gísladóttur nemanda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og forstöðumann frístundar og félagsmiðstöðvar. Ágústa er sem stendur í vettvangsnámi hjá Norðurþingi.
Kynnt voru metnaðarfull drög að sumarfrístund þar sem sérstök áhersla er lögð á að brúa bilið eftir að skóla lýkur að vori fram á haust. Einnig að brúa bilið fyrir leikskólabörn sem hefja nám í 1.bekk, frá því að sumarfríi leikskóla lýkur fram að því að grunnskóli hefst að hausti.

Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka skipulagningu sumarfrístundar og leggja fyrir ráðið í apríl.

Fjölskylduráð - 25. fundur - 04.03.2019

Á 21. fundi Fjölskylduráðs voru til kynningar drög að sumarfrístund fyrir 1-4 bekk á Húsavík sumarið 2019. Drögin eru unnin af Ágústu Gísladóttur nemanda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og forstöðumann frístundar og félagsmiðstöðvar. Áætlað hafði verið að kynna endanlega útfærslu sumarfrístundar á fundi fjölskylduráðs í apríl. Á 89. fundi sveitarstjórnar var þess óskað að hraða vinnu við undirbúning sumarfrístundar t.a.m. varðandi opnunartíma sumarfrístundar frá degi til dags.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ljúka vinnu við skipulagningu sumarfrístundar og kynna endanlegt fyrirkomulag fyrir lok marsmánaðar.