Fara í efni

Fjölskylduráð

25. fundur 04. mars 2019 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2 - 4
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 5-10.

1.Drög að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólarstjórnenda

Málsnúmer 201902114Vakta málsnúmer

Frumvarpsdrög nýrra laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda eru nú aðgengileg í Samráðsgátt. Með frumvarpinu er ráðgert að framvegis verði gefið út eitt leyfisbréf til kennslu hér á landi í stað þriggja. Einnig að lögfest verði í fyrsta sinn hér á landi ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við ábyrgð þeirra í starfi. Frumvarpið er talið mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur en nú er réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars nk.

Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér efni frumvarpdraganna.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Samstaða var í ráðinu um að hlúa þurfi sérstaklega að starfsumhverfi leikskólakennara í leikskólum. Ráðið óskar eftir samtali við leikskólastjóra sveitarfélagsins og er formanni ráðsins falið að boða þá til fundar við ráðið.

2.Frístund allt árið

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Á 21. fundi Fjölskylduráðs voru til kynningar drög að sumarfrístund fyrir 1-4 bekk á Húsavík sumarið 2019. Drögin eru unnin af Ágústu Gísladóttur nemanda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og forstöðumann frístundar og félagsmiðstöðvar. Áætlað hafði verið að kynna endanlega útfærslu sumarfrístundar á fundi fjölskylduráðs í apríl. Á 89. fundi sveitarstjórnar var þess óskað að hraða vinnu við undirbúning sumarfrístundar t.a.m. varðandi opnunartíma sumarfrístundar frá degi til dags.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ljúka vinnu við skipulagningu sumarfrístundar og kynna endanlegt fyrirkomulag fyrir lok marsmánaðar.

3.Rekstrarstyrkur HSÞ - endurnýjun samnings

Málsnúmer 201810106Vakta málsnúmer

HSÞ óskar eftir endurnýjun rekstarstyrks við Norðurþing. Núverandi samningur rann út þann 31.12.2018
Fjölskylduráð samþykkir að ganga frá samningi um rekstrarstyrk til HSÞ út árið 2019 en kallar jafnframt eftir samtali við framkvæmdastjóra og stjórn HSÞ um hlutverk héraðssambandsins.

4.Zumba tímar - verðskrá íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201902096Vakta málsnúmer

Óskað er eftir endurskoðun á gjaldskrá íþróttamannvirkja vegna Zumba tíma í sundlaug Húsavíkur.
Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er kvöldtími Zumba í eitt skipti í viku eftir lokun Sundlaugar Húsavíkur og fylgir því umtalsverður kostnaður vegna yfirvinnu starfsfólks sundlaugarinnar. Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna möguleika á að sá tími fari fram á almennum opnunartíma til að lækka kostnað, auk þess að ræða við Jóhönnu Svövu um fyrirkomulag tímanna og leggja málið fyrir fjölskylduráð að nýju.

5.Fyrirspurn vegna notendaráða

Málsnúmer 201902054Vakta málsnúmer

Örykjabandalagið óskar eftir svörum við fyrirspurnum sem það sendi á öll sveitarfélög.
Félagsmálastjóri kynnti svar sitt til ÖBÍ. Á fundi fjölskylduráðs þann 12. nóvember var fötlunaráð skipað og kom það saman til fyrsta fundar 30. janúar sl.

6.Stefnumótun í málefnum barna, endurskoðun á félagslegri umgjörð og þjónustu við börn á Íslandi

Málsnúmer 201902105Vakta málsnúmer

Félags- og barnamálaráðherra vekur athygli á yfirstandandi vinnu á stefnumótun í málefnum barna og þjónustu við börn á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

Málsnúmer 201901054Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá Reykjavíkurborg um samstarf um greiðslu fyrir árið 2018. Einn einstaklingur frá Norðurþingi gisti 15 nætur í Gistiskýli. Meðfylgjandi eru drög að samningi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um samstarfs vegna gistináttagjalda.
Fjölskylduráð samþykkir ósk Reykjavíkurborgar um greiðslu fyrir árið 2018. Ráðið felur félagsmálastjóra að óska frekari upplýsinga um notkun ársins 2018 og jafnframt óska að upplýsingar um notkun neyðarathvarfa berist með reglulegri hætti til sveitarfélagsins. Félagsmálastjóra falið að kynna niðurstöður samtals við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og leggja samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk fyrir ráðið.

8.Velferðarnefnd Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.

Málsnúmer 201902089Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga.
Lagt fram til kynningar.

9.Velferðarnefnd alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um velferðatækni, 296. mál.

Málsnúmer 201902088Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar.
Lagt fram til kynningar.

10.Velferðarnefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál.

Málsnúmer 201902002Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar.
Lagt fram til kynningar. Á síðasta ári var sett á 10% starf fjölmenningarfulltrúa í Norðurþingi og reyndist vel. Nú er verið að auka starfshlutfall fjölmenningarfulltrúa í 50% og er umsóknarfrestur um starfið opinn til 10.mars n.k.

Fundi slitið - kl. 14:30.