Fara í efni

Drög að frumvarpi til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólarstjórnenda

Málsnúmer 201902114

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 25. fundur - 04.03.2019

Frumvarpsdrög nýrra laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda eru nú aðgengileg í Samráðsgátt. Með frumvarpinu er ráðgert að framvegis verði gefið út eitt leyfisbréf til kennslu hér á landi í stað þriggja. Einnig að lögfest verði í fyrsta sinn hér á landi ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við ábyrgð þeirra í starfi. Frumvarpið er talið mikilvægt skref í þá átt að tryggja betur en nú er réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars nk.

Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér efni frumvarpdraganna.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Samstaða var í ráðinu um að hlúa þurfi sérstaklega að starfsumhverfi leikskólakennara í leikskólum. Ráðið óskar eftir samtali við leikskólastjóra sveitarfélagsins og er formanni ráðsins falið að boða þá til fundar við ráðið.