Fara í efni

Samningamál Völsungs 2019-

Málsnúmer 201809156

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 7. fundur - 01.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur samstarfs- og styrktarsamningur Norðurþings við Völsung til kynningar og umræðu.
Fulltrúar Völsungs komu og kynntu hugmyndir sínar að samstarfs- og styrktarsamningi milli Norðurþings og Völsungs.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Völsungs fyrir komuna og kynningu.

Fjölskylduráð - 10. fundur - 29.10.2018

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningamál við Íþróttafélagið Völsung fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um samningamál Norðurþings við Völsung. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna áfram þau drög sem liggja fyrir og leggja fyrir ráðið á fundi þess eftir tvær vikur.

Fjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018

Áframhaldandi umræða um samstarfs- og styrktarsamning Völsungs og Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni fjölskylduráðs að halda áfram samningaviðræðum við Völsung.

Fjölskylduráð - 17. fundur - 17.12.2018

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða þau samningsdrög sem liggja fyrir og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar samstarfssamningur milli Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs.
Til máls tóku: Helena og Bergur.

Sveitarstjórn Norðurþings fagnar nýjum samstarfssamningi milli Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs. Með samningnum sem er til eins árs er stigið stórt skref í átt að því sem félagið hefur óskað eftir til að koma í framkvæmd afar metnaðarfullum áformum sínum um rekstur og starfsemi félagsins. Samningurinn felur í sér umtalsverða hækkun á framlagi Norðurþings til félagsins og að tiltekin verkefni eru færð frá félaginu til sveitarfélagsins. Við það skapast tækifæri innan félagsins til að vinna enn betur að metnaðarfullri uppbygging félagsstarfsins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.