Fara í efni

Fjölskylduráð

17. fundur 17. desember 2018 kl. 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir varamaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 5-7.
Jónas Halldór Friðriksson sat fundinn undir lið 1.

1.Samningamál Völsungs 2019-

Málsnúmer 201809156Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja samningsdrög við Íþróttafélagið Völsung.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða þau samningsdrög sem liggja fyrir og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi.

2.AG Þjálfun - leigusamningur

Málsnúmer 201812001Vakta málsnúmer

Til umræðu er leigusamningur við AG Þjálfun á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fór yfir leigusamning við AG Þjálfun á Raufarhöfn.

3.Álaborgarleikarnir sumarið 2019

Málsnúmer 201810146Vakta málsnúmer

Iðkendur frá úr fimleikadeild Völsungs, sunddeild Völsungs og kylfingar úr GH hafa svarað erindi Norðurþings og sýnt því áhuga að fara á Álaborgarleikana sumarið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir þá skáningu sem komin er en um er að ræða forskráningu. 14 iðkendur og þjálfarar úr fimleikadeild Völsungs, sunddeild Völsungs og kylfingar úr Golfklúbbi Húsavíkur hafa sóst eftir að taka þátt. Norðurþing má senda allt að 25 keppendur á leikana.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja undirbúning fyrir þátttöku í leikunum.

4.Þjóðleikhúsið í leikferð um landið - leiksýningin Ég get.

Málsnúmer 201811117Vakta málsnúmer

Þjóðleikhúsið fer í leikferð með leikritið: 'Ég get' sem ætlað er nemendum 3-5 ára. Þjóðleikhúsið býður nemendum á sýninguna. Óskað er eftir aðstoð frá Norðurþingi um að útvega sýningarrými og gistingu.
Áætlað er að sýna á Húsavík 18. september 2019 og þann 19. september 2019 á öðrum stað í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráðið samþykkir samhljóða að verða við ósk um aðstoð sveitarfélagsins við að útvega sýningarrými og gistingu. Ráðið óskar eftir að tvær sýningar verði í sveitarfélaginu, ein á Húsavík og að hin verði á austursvæði og verði ákveðin í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa sem falið er að vinna málið áfram.

5.Forvarnir í Norðurþingi

Málsnúmer 201812004Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Norðurþings hefur til umfjöllunar erindi frá stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla varðandi málefni forvarnahóps Norðurþings.
Fjölskylduráð tók fyrir erindið frá stjórn foreldrarfélags Borgarhólsskóla sem fól í sér þrjár spurningar:
Er starfræktur forvarnarhópur á vegum Norðurþings og ef svo er hvað er sá hópur að gera í forvarnarmálum?
Hverjir sitja í hópnum, hvenær fundaði hann síðast og eru fundargerðirnar aðgengilegar?
Ef forvarnarhópurinn er ekki til er það stefna Norðurþings að stofna slíkan hóp og þá hvenær?

Forvarnarhópur er til á vegum sveitarfélagsins en er ekki starfandi um þessar mundir, í honum eru félagsmálastjóri, æskulýðsfulltrúi, fulltrúar frá lögreglu, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, auk fulltrúa frá grunnskólanum og framhaldsskólanum. Engar fundargerðir eru til enda fundir upplýsingarfundir og oft persónuleg málefni rædd.

Ljóst er að forvarnarstarf á sér stað á ýmsum stöðum og er margvísleg innan sveitarfélagsins, með eða án stuðnings þess. Í fjárhagsáætlun 2019 var lögð áhersla á faglega fræðslu tengdum forvörnum og aukið fjármagn setti í málaflokkinn, þar með talið í barnavernd. Í núverandi samningum við íþróttafélög og félagssamtök eru lögð áhersla á forvarnarstarf viðkomandi aðila. Jákvæður agi er í eðli sínu forvarnarstarf. Vinna við forvarnarstefnu og jafnréttisstefnu Norðurþings mun halda áfram í byrjun árs 2019.

Ráðið telur ástæðu til þess að taka málefni forvarnarhópsins upp og forvarnarmál í víðara samhengi.

Formanni fjölskylduráðs er falið að fylgja málinu eftir í samráði við viðeigandi aðila.
Fjölskylduráð þakkar stjórn foreldra í Borgarhólsskóla fyrir erindið.

6.Reglugerðir er lúta að þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 201811119Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnir þær reglugerðir sem lúta að þjónustu við fatlað fólk
Félagsmálastjóri kynnti eftirfarandi reglugerðir sem lúta að þjónustu fatlaðs fólk, m.a.: starfsleyfi til félagasamtaka, húsnæði fyrir fatlað fólk, börn með þroska- og geðraskanir, skammtímadvalastaðir, biðlisti og forgangsröðun þjónustu og eftirlit með þjónustu við fatlað fólk.

7.Félagsþjónusta 2018

Málsnúmer 201811043Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir og kynnir starfssemi félagsþjónustunar.
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir og kynnir starfssemi félagsþjónustunar.

8.Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

Málsnúmer 201806109Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar aukafjárveitingu vegna kostnaðar við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla sem samþykkt var á 263. fundi byggðaráðs 6. september.
Niðurstaða útgönguspár fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2018 bendir til þess að svigrúm sé innan rekstursins til þess að mæta kostnaði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að draga ósk sína um aukafjárveitingu vegna málsins til baka. Ákvörðuninni er vísað til byggðaráðs.

Fundi slitið.