Fara í efni

Forvarnir í Norðurþingi

Málsnúmer 201812004

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 17. fundur - 17.12.2018

Fjölskylduráð Norðurþings hefur til umfjöllunar erindi frá stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla varðandi málefni forvarnahóps Norðurþings.
Fjölskylduráð tók fyrir erindið frá stjórn foreldrarfélags Borgarhólsskóla sem fól í sér þrjár spurningar:
Er starfræktur forvarnarhópur á vegum Norðurþings og ef svo er hvað er sá hópur að gera í forvarnarmálum?
Hverjir sitja í hópnum, hvenær fundaði hann síðast og eru fundargerðirnar aðgengilegar?
Ef forvarnarhópurinn er ekki til er það stefna Norðurþings að stofna slíkan hóp og þá hvenær?

Forvarnarhópur er til á vegum sveitarfélagsins en er ekki starfandi um þessar mundir, í honum eru félagsmálastjóri, æskulýðsfulltrúi, fulltrúar frá lögreglu, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, auk fulltrúa frá grunnskólanum og framhaldsskólanum. Engar fundargerðir eru til enda fundir upplýsingarfundir og oft persónuleg málefni rædd.

Ljóst er að forvarnarstarf á sér stað á ýmsum stöðum og er margvísleg innan sveitarfélagsins, með eða án stuðnings þess. Í fjárhagsáætlun 2019 var lögð áhersla á faglega fræðslu tengdum forvörnum og aukið fjármagn setti í málaflokkinn, þar með talið í barnavernd. Í núverandi samningum við íþróttafélög og félagssamtök eru lögð áhersla á forvarnarstarf viðkomandi aðila. Jákvæður agi er í eðli sínu forvarnarstarf. Vinna við forvarnarstefnu og jafnréttisstefnu Norðurþings mun halda áfram í byrjun árs 2019.

Ráðið telur ástæðu til þess að taka málefni forvarnarhópsins upp og forvarnarmál í víðara samhengi.

Formanni fjölskylduráðs er falið að fylgja málinu eftir í samráði við viðeigandi aðila.
Fjölskylduráð þakkar stjórn foreldra í Borgarhólsskóla fyrir erindið.

Fjölskylduráð - 20. fundur - 28.01.2019

Á 88. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Til máls tók undir lið 5 "Forvarnir í Norðurþingi": Hjálmar, Kolbrún Ada, Örlygur, Kristján og Helena.

Hjálmar Bogi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn telur mikilvægt að huga að forvörnum í víðu samhengi og virkja samtal allra sem koma að forvörnum í starfi sínu. Sérstök áhersla verði lögð á forvarnir fyrir börn og ungmenni.
Sveitarstjórn leggur til að forvarnarhópur verði starfandi í sveitarfélaginu og hlutverk hópsins skilgreint í takt við tíðarandann. Sömuleiðis að málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Hjálmars.
Fjölskylduráð þakkar sveitarstjórn fyrir erindið. Málið er þegar í farvegi hjá fjölskylduráði. Ráðið tók fyrir bréf frá stjórn foreldrafélags Borgarhólsskóla á 17. fundi fjölskylduráðs þann 17. desember 2018. Formanni fjölskylduráðs var þar falið að fylgja málinu eftir í samráði við viðeigandi aðila. Fjölskylduráð áréttar að mikilvægt er að horfa á sveitarfélagið í heild með forvarnir í víðu samhengi í huga. Þá fellur vinnan líklega að hluta til inn í skoðun á Austurlandslíkaninu sem kynnt var fyrir starfsfólki sveitarfélagsins og kjörnum fulltrúum í liðinni viku.

Fjölskylduráð felur formanni að kynna vinnu sína á fundi ráðsins þann 25. febrúar.