Fara í efni

AG Þjálfun - leigusamningur

Málsnúmer 201812001

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 17. fundur - 17.12.2018

Til umræðu er leigusamningur við AG Þjálfun á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð fór yfir leigusamning við AG Þjálfun á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð - 20. fundur - 28.01.2019

AG þjálfun sem hafa haldið utan um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar og tjaldsvæðisins á Raufarhöfn hafa ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningni sínum við Norðurþing. AG þjálfun mun hætta rekstri sínum í maí/júní eða samkvæmt samkomulagi.
Fyrir fjölskylduráði liggur að ákveða; lúkningu á samningi við AG þjálfun, rekstarfyrirkomulag sumarsins og útfærslu á líkamsræktaraðstöðu til framtíðar.
Fjölskylduráð þakkar AG þjálfun fyrir samstarfið og þeirra myndarlegu uppbyggingu og framlag til lýðheilsumála á Raufarhöfn.

Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá uppsögn samnings og uppgjöri við AG þjálfun. Jafnframt að taka upp samtal við fulltrúa AG þjálfunar um möguleika á samkomulagi um rekstur sumarsins 2019 samhliða því að kanna aðra kosti varðandi reksturinn. Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggi málið fyrir ráðið að nýju eftir þau samtöl.