Fara í efni

Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

Málsnúmer 201806109

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 1. fundur - 25.06.2018

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort bjóða eigi upp á morgunverð og ávexti í nestistíma í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að morgunverður og ávaxtastund verði í boði í Borgarhólsskóla frá og með haustinu 2018.
Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra og starfsmenn Borgarhólsskóla að útfæra tillögur að framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar og kynna fyrir ráðinu í ágúst.


Fjölskylduráð - 4. fundur - 27.08.2018

Fjölskylduráði kynntar tillögur að útfærslu á fyrirkomulagi morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og fræðslufulltrúi kynntu tillögur um framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. ´
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun Borgarhólsskóla upp á 2 milljónir vegna ráðningar starfsmanns og hráefniskaupa.

Byggðarráð Norðurþings - 263. fundur - 06.09.2018

Á 4. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og fræðslufulltrúi kynntu tillögur um framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. ´
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Borgarhólsskóla upp á 2 milljónir vegna ráðningar starfsmanns og hráefniskaupa.
Byggðarráð samþykkir að veita 2 m.kr. aukafjárveitingu til þess að mæta kostnaði á fræðslusviði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Byggðarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins, til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fjölskylduráð - 17. fundur - 17.12.2018

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar aukafjárveitingu vegna kostnaðar við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla sem samþykkt var á 263. fundi byggðaráðs 6. september.
Niðurstaða útgönguspár fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2018 bendir til þess að svigrúm sé innan rekstursins til þess að mæta kostnaði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að draga ósk sína um aukafjárveitingu vegna málsins til baka. Ákvörðuninni er vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018

Á 17. fundi fjölskylduráðs Norðurþings var bókað:
Niðurstaða útgönguspár fjárhagsáætlunar fræðslusviðs 2018 bendir til þess að svigrúm sé innan rekstursins til þess að mæta kostnaði við innleiðingu morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. Fjölskylduráð samþykkir að draga ósk sína um aukafjárveitingu vegna málsins til baka. Ákvörðuninni er vísað til byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.