Fara í efni

Fjölskylduráð

4. fundur 27. ágúst 2018 kl. 13:00 - 15:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
 • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Berglind Hauksdóttir varamaður
 • Huld Hafliðadóttir
Starfsmenn
 • Jón Höskuldsson
 • Kjartan Páll Þórarinsson
 • Hróðný Lund
 • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Helga Jónsdóttir aðstoðarleiksskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 og vék af fundi kl. 13:30. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóli sat fundinn undir lið 3 og vék af fundi kl. 14:30.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3. Hróðný Lund félagsmálafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4. Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5-6. Huld Hafliðadóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 6.

1.Jákvæður agi í Norðurþingi

Málsnúmer 201808060Vakta málsnúmer

Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Grænuvöllum kynnir agastefnuna jákvæður agi í starfi leikskólans.
Fjölskylduráð leggur til við sveitarstjórn að Jákvæður agi og verkfæri Jákvæðs aga verði tekin upp í samskiptum á vettvangi sveitarstjórnar þar sem virðing, góðvild og festa sem eru grunnhugtökin í Jákvæðum aga verði höfð að leiðarljósi í samskiptum og samstarfi innan sveitarstjórnar Norðurþings og í störfum kjörinna fulltrúa á vegum og vettvangi sveitarstjórnar.

2.Akstur leikskólabarna í Norðurþingi

Málsnúmer 201808061Vakta málsnúmer

Fulltrúar B lista leggja til að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.
Fjölskylduráð samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna vilja foreldra í Reykjahverfi til þess að nýta skólaakstur fyrir leikskólabörn.
Fjölskylduráð tekur ekki afstöðu til þess að svo stöddu hvort gerðir verði viðaukasamningar við þjónustuaðila eða skólaakstur boðinn út að nýju enda liggja niðurstöður kannana meðal foreldra á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og í Reykjahverfi ekki fyrir.

3.Borgarhólsskóli - Morgunverður og ávaxtastund.

Málsnúmer 201806109Vakta málsnúmer

Fjölskylduráði kynntar tillögur að útfærslu á fyrirkomulagi morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og fræðslufulltrúi kynntu tillögur um framkvæmd morgunverðar og ávaxtastundar í Borgarhólsskóla. ´
Fjölskylduráð óskar eftir því við byggðarráð að gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun Borgarhólsskóla upp á 2 milljónir vegna ráðningar starfsmanns og hráefniskaupa.

4.Umsókn um leyfi til að halda félagslegri íbúð tímabundið vegna námsleyfis

Málsnúmer 201808062Vakta málsnúmer

Umsókn um leyfi til að halda félagslegri íbúð tímabundið vegna námsleyfis.
Umsókninni er hafnað þar sem beiðnin samræmist ekki reglum um félagslegar leiguíbúðir í Norðurþingi.

5.Frístund - skólapúlsinn

Málsnúmer 201808022Vakta málsnúmer

Norðurþingi býðst að taka frístundarstarf í Norðurþingi inn í skólapúlsinn og fá þannig mat á gæði starfsins. Árlegur kostnaður við þátttökuna er um 90 þúsund á ári fyrir frístundina á Húsavík en 56 þús fyrir minni skóla.
Fjölskylduráð samþykkir að gæði frístundarstarfsins á Húsavík verði metin í Skólapúlsinum frá og með næstu könnun. Ráðið leggur líka áherslu á að niðurstöður Skólapúlsins verði notaðar til að auka gæði frístundastarfsins.

6.Málefni nýbúa í Norðurþingi

Málsnúmer 201808063Vakta málsnúmer

Viðburðurinn "Velkomin í Norðurþing" kynntur af fjölmenningarfulltrúa.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti viðburðinn „Velkomin í Norðurþing“. Viðburðurinn er hugsaður sem árlegur viðburður; vettvangur til að bjóða nýja íbúa formlega velkomna og hvetja „eldri“ íbúa til að taka vel á móti nýju fólk, gefa sig á tal og deila upplýsingum. Fyrirhugað er að halda þrjá viðburði, þann fyrsta á Húsavík á Fosshóteli þann 6. september og síðar í haust sitthvorn viðburðinn á Kópaskeri og Raufarhöfn.

Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa kynninguna og fagnar því starfi sem nú þegar hefur verið unnið og því sem framundan er.

Fundi slitið - kl. 15:10.