Fara í efni

Akstur leikskólabarna í Norðurþingi

Málsnúmer 201808061

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 4. fundur - 27.08.2018

Fulltrúar B lista leggja til að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.
Fjölskylduráð samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna vilja foreldra í Reykjahverfi til þess að nýta skólaakstur fyrir leikskólabörn.
Fjölskylduráð tekur ekki afstöðu til þess að svo stöddu hvort gerðir verði viðaukasamningar við þjónustuaðila eða skólaakstur boðinn út að nýju enda liggja niðurstöður kannana meðal foreldra á skólasvæði Öxarfjarðarskóla og í Reykjahverfi ekki fyrir.

Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.
Fjölskylduráð telur ekki fært að svo stöddu að hefja akstur leikskólabarna í Reykjahverfi og á starfsvæði Öxarfjarðarskóla. En í ljósi þess að einhver áhugi er fyrir hendi hjá foreldrum leikskólabarna er fræðslufulltrúa falið að kanna málið frekar meðal þjónustuaðila.
Önnur mál hafa fléttast inn í umræðuna, s.s. samvera grunnskólabarna og því telur fjölskylduráð að málið sé byggðartengt og vísar því til umræðu í byggðaráði.


Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Á fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. hélt ráðið áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð telur ekki fært að svo stöddu að hefja akstur leikskólabarna í Reykjahverfi og á starfsvæði Öxarfjarðarskóla. En í ljósi þess að einhver áhugi er fyrir hendi hjá foreldrum leikskólabarna er fræðslufulltrúa falið að kanna málið frekar meðal þjónustuaðila.
Önnur mál hafa fléttast inn í umræðuna, s.s. samvera grunnskólabarna og því telur fjölskylduráð að málið sé byggðartengt og vísar því til umræðu í byggðaráði.

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kemur á fundinn og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir yfirferð málsins og afstöðu til málsins frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.