Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

273. fundur 29. nóvember 2018 kl. 08:30 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson og Guðbjartur Ellert Jónsson tóku þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022

Málsnúmer 201710131Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frumathugunarskýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Á fundi stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík þann 14. nóvember s.l. var bókað:
Stjórn lýsir yfir ánægju með málið og að það sé komið á þetta stig. Stjórn hvetur stjórnvöld til að halda þétt utan um framvindu þess svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

Byggðarráð Norðurþings tekur undir bókun stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík og telur mikilvægt að komið verði á samningi milli ríkisins og sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslu um uppbygginguna og að verkefninu megi ýta úr vör með formlegum hætti sem fyrst.

2.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. var áframahaldandi umfjöllun um fjárhagáætlun fræðslusviðs 2019.

Á fundinum var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og vísar henni til byggðarráðs.

Jón Höskuldsson kemur á fundinn og fer yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldissviðs.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir greinargóða yfirferð á rekstri málaflokka fræðslusviðs.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu mála og fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020 - 2022. Ítarlegri umræða um áætlunina verður tekin á næsta fundi byggðarráðs.

4.Málefni félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 201811052Vakta málsnúmer

Á 272. fundi byggðarráðs lögðu Bergur Elías Ágústsson fulltrúi B lista og Guðbjartur Ellert Jónsson fulltrúi E lista fram tillögu er varðar málefni félags eldri borgara á Húsavík & nágrennis.

Á fundi byggðarráðs var bókað: Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.

Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað, Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.

Á 14. fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. var tillagan tekin til umræðu.

Á fundinum var bókað:
Tillögu Bergs Elíasar og Guðbjarts Ellerts er hafnað með atkvæðum Helenu Eydísar Ingólfsdóttur, Benónýs Vals Jakobssonar og Guðmundar Halldórssonar. Hrund Ásgeirsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.
Lagt fram til kynningar.

5.Akstur leikskólabarna í Norðurþingi

Málsnúmer 201808061Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. hélt ráðið áfram umfjöllun sinni um tillögu fulltrúa B lista um að vilji foreldra leikskólabarna í Reykjahverfi verði kannaður til að nýta þá þjónustu. Í framhaldi að semja við þjónustuaðila sem sjá um skólaakstur á leikskólabörnum annarsvegar í Reykjahverfi og hinsvegar á starfssvæði Öxarfjarðarskóla ef til kemur.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð telur ekki fært að svo stöddu að hefja akstur leikskólabarna í Reykjahverfi og á starfsvæði Öxarfjarðarskóla. En í ljósi þess að einhver áhugi er fyrir hendi hjá foreldrum leikskólabarna er fræðslufulltrúa falið að kanna málið frekar meðal þjónustuaðila.
Önnur mál hafa fléttast inn í umræðuna, s.s. samvera grunnskólabarna og því telur fjölskylduráð að málið sé byggðartengt og vísar því til umræðu í byggðaráði.

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kemur á fundinn og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir yfirferð málsins og afstöðu til málsins frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

6.Samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar drög að samkomulagi við Fiskeldi Austfjarða um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

7.Trilla ehf. óskar eftir að Norðurþing afsali sér forkaupsrétti sínum vegna Eika Matta ÞH 301.

Málsnúmer 201811064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðun um afstöðu til forkaupsréttar sveitarfélagsins á skipinu Eika Matta ÞH 301.
Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.

8.Skipting á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 201811110Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði er niðurstaða umsóknar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og niðurstaðan er að úthluta byggðakvóta til Norðurþings, þ.e. 19 þorskígildistonnum á Kópasker og 134 þorskígildistonnum til Raufarhafnar.
Lagt fram til kynningar.

9.Samráð sveitarfélaga - Undirbúningur kjaraviðræðna 2019

Málsnúmer 201811081Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til samráðsfundar í samstarfi við Eyþing vegna komandi kjaraviðræðna 26. október s.l. Á fundinum var farið yfir helstu atriði sem snúa að kjarasamningsgerðinni að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar.

10.Hverfisráð Kelduhverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709133Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 22. nóvember sl.
Málum númer 6 og 10 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Lagt fram til kynningar.

11.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar hverfisráðs Reykjahverfis frá 21. nóvember s.l.
Byggðarráð tekur undir hvatningu hverfisráðs Reykjahverfis til íbúa um að yfirfara brunavarnir á heimilum sínum og í fyrirtækjum.
Máli númer 5 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201704060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir HNE númer 199, 200, 201, 202 og 203. Einnig liggur fyrir fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

13.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál.

Málsnúmer 201811076Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45 mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.