Fara í efni

Málefni félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 201811052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018

Bergur Elías Ágústsson fulltrúi B lista og Guðbjartur Ellert Jónsson fulltrúi E lista leggja fram eftirfarandi tillögu er varðar málefni félags eldri borgara á Húsavík & nágrennis.


Tillaga:
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing geri uppbyggingarsamning við félag eldriborgara á Húsavík & nágrennis sem nemur 5 milljónum króna á ári næsu fjögur árin. Jafnframt er lagt til að styrkurinn verið greiddur með tveimur jöfnum greiðslum þ.e. fyrsta febrúar og fyrsta september ár hvert.


Félag eldriborgara á Húsavík & nágrennis telur um 300 félagsmenn og er öllum sem orðnir eru 60 ára og eldri heimilaður aðgangur að félaginu. Meðalaldur félagsmanna er um 75 ár.
Það dylst engum sem fylgst hefur með málefnum félagssins að mikil gróska hefur verið í starfseminni undanfarin ár. Góð félagsaðstaða hefur verið byggð upp og hafa félagsmenn lagt mikla vinnu við að gera upp húsnæði félagsins, sem í dag er til fyrirmyndar. Samstaða og samvinna félagsmanna hefur verið til mikillar eftirbreytni. Hafa ber þó í huga að framkvæmdum er ekki að fullu lokið. Markmið samnings þessa er fyrst og fremst að auðvelda félaginu að standa skil á stofnkostnaði vegna húsnæðiskaupa og frágangi lóðar. Aðrir fjármunir félagsins munu þar af leiðandi nýtast til að efla innra starf þess enn frekar.
Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.


Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað,
Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.

Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018

Á 272. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.


Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað,
Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillögu Bergs Elíasar og Guðbjarts Ellerts er hafnað með atkvæðum Helenu Eydísar Ingólfsdóttur, Benónýs Vals Jakobssonar og Guðmundar Halldórssonar.
Hrund Ásgeirsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Á 272. fundi byggðarráðs lögðu Bergur Elías Ágústsson fulltrúi B lista og Guðbjartur Ellert Jónsson fulltrúi E lista fram tillögu er varðar málefni félags eldri borgara á Húsavík & nágrennis.

Á fundi byggðarráðs var bókað: Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.

Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað, Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.

Á 14. fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. var tillagan tekin til umræðu.

Á fundinum var bókað:
Tillögu Bergs Elíasar og Guðbjarts Ellerts er hafnað með atkvæðum Helenu Eydísar Ingólfsdóttur, Benónýs Vals Jakobssonar og Guðmundar Halldórssonar. Hrund Ásgeirsdóttir og Bylgja Steingrímsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.
Lagt fram til kynningar.