Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

272. fundur 15. nóvember 2018 kl. 08:30 - 13:17 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Málefni Skúlagarðs

Málsnúmer 201704036Vakta málsnúmer

Tryggvi Finnsson kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málefni Skúlagarðs.
Byggðarráð þakkar Tryggva fyrir yfirferðina og málið verður rætt að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

2.Fundargerðir Leigufélagsins Hvamms 2017 - 2018

Málsnúmer 201711096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms frá 14. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

3.Fyrirspurn um málefni leigufélags Hvamms

Málsnúmer 201811011Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekið á dagskrá á næsta fundi byggðarráðs.

Málefni leigufélagsins Hvamms.

Óskað er eftir því að fyrir fundinn liggi útgönguspá fyrir árið 2018 og rekstraráætlun fyrir 2019 sem inniheldur rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðsstreymisáætlun.
Lagt fram til kynningar.

4.Fyrirspurn um stöðu framkvæmda 2018 og 2019-2021

Málsnúmer 201811020Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson óskar eftir að fá sundurliðaða framkvæmdaáætlun sem samþykkt var fyrir árið 2018 (verkefni og fjárhæðir). Jafnframt hvaða framkvæmdir var ráðist í og hver kostnaðurinn er vegna þeirra. Hvaða aðrar framkvæmdir var farið í sem fara á viðauka ársins 2018 og voru ekki á samþykktri framkvæmdaáætlun ársins 2018. Og að lokum hvaða framkvæmdir teygja sig inn í 3ja ára áætlunina og eru þá þegar búnar að taka upp framkvæmdafé þess árs - hvað upphæðir eru það.

Gunnar Hrafn Gunnarsson kom á fundinn og fór yfir framkvæmdaáætlun, byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir kynninguna.

5.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

Málsnúmer 201709132Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 5. fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar.
Byggðarráð vísar liðum 4, 5, 6 og 8 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs og lið 8 einnig til fjölskylduráðs.

6.Málefni félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis - uppbyggingarsamningur

Málsnúmer 201811052Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson fulltrúi B lista og Guðbjartur Ellert Jónsson fulltrúi E lista leggja fram eftirfarandi tillögu er varðar málefni félags eldri borgara á Húsavík & nágrennis.


Tillaga:
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing geri uppbyggingarsamning við félag eldriborgara á Húsavík & nágrennis sem nemur 5 milljónum króna á ári næsu fjögur árin. Jafnframt er lagt til að styrkurinn verið greiddur með tveimur jöfnum greiðslum þ.e. fyrsta febrúar og fyrsta september ár hvert.


Félag eldriborgara á Húsavík & nágrennis telur um 300 félagsmenn og er öllum sem orðnir eru 60 ára og eldri heimilaður aðgangur að félaginu. Meðalaldur félagsmanna er um 75 ár.
Það dylst engum sem fylgst hefur með málefnum félagssins að mikil gróska hefur verið í starfseminni undanfarin ár. Góð félagsaðstaða hefur verið byggð upp og hafa félagsmenn lagt mikla vinnu við að gera upp húsnæði félagsins, sem í dag er til fyrirmyndar. Samstaða og samvinna félagsmanna hefur verið til mikillar eftirbreytni. Hafa ber þó í huga að framkvæmdum er ekki að fullu lokið. Markmið samnings þessa er fyrst og fremst að auðvelda félaginu að standa skil á stofnkostnaði vegna húsnæðiskaupa og frágangi lóðar. Aðrir fjármunir félagsins munu þar af leiðandi nýtast til að efla innra starf þess enn frekar.
Meirihluti byggðarráðs frestar afgreiðslu tillögunnar og vísar henni til umræðu í fjölskylduráði.


Bergur Elías og Guðbjartur Ellert óska bókað,
Það er miður að meirihlutinn geti ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu til að styrkja rekstur húsnæðisaðstöðu félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis á þessum fundi. Málið verður tekið upp aftur og er það okkar von að tillagan verði að lokum samþykkt óbreytt með öllum greiddum atkvæðum.

7.Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Málsnúmer 201810141Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um fullveldishátíð í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 29. október s.l. var fjallað um fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands og leggur ráðið til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í byggðakjörnum sveitarfélagsins með framlagi allt að 500.000.

8.Samantekt af samráðsfundi Eyþings og bréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 201811010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eyþingi dagsett 26. október ásamt samantekt á brýnustu áhersluverkefnum Eyþings 2018-2022 sem unnin er af Alta.
Í bréfinu er farið yfir samþykktir af 312. fundi stjórnar Eyþings þar sem samantektinni er vísað til sveitarfélaga og jafnframt óskað eftir því að sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu taki til umræðu hvert eigi að vera framtíðarhlutverk landshlutasamtakanna og að hugmyndir sem fram koma verði lagðar fram til umræðu á fulltrúaráðsfundinum 23. nóvember n.k.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað í samræmi við umræður á fundinum til frekari umræðu í sveitarstjórn.

9.Samningur um rekstur Bókasafna Norðurþings.

Málsnúmer 201811047Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur endurnýjun á samningi við Menningarmiðstöð Þingeyinga um rekstur bókasafna í Norðurþingi til ársins 2021.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag þjónustunnar.

10.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir yfirferðina.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlunar 2020-2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Rekstraráætlun HNÞ bs. 2019

Málsnúmer 201811039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraráætlun HNÞ bs. fyrir árið 2019 ásamt skiptingu framlaga sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

13.Álaborgarleikarnir sumarið 2019

Málsnúmer 201810146Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á Álaborgarleikana sem haldnir verða 30. júli til 4. ágúst 2019.
Byggðarráð þakkar boðið og leggur til að undirbúningur fyrir þátttöku í leikunum af hálfu Norðurþings verði hafinn.

14.Verklagsreglur, viðauki við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201811055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfiferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóra er falið að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

15.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017-2018

Málsnúmer 201702089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík frá 14. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 29. mál.

Málsnúmer 201811049Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur, 29. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 22. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

17.Velferðarnefnd Alþingis, til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.

Málsnúmer 201811050Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál. Óskað er eftir að umsögnin berist eigi síðar en 29. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:17.