Fara í efni

Verklagsreglur, viðauki við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201811055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018

Fyrir byggðarráði liggur bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfiferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóra er falið að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 278. fundur - 17.01.2019

Á fundi byggðarráðs þann 15. nóvember s.l. var tekið fyrir bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfiferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Á ofangreindum fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóra er falið að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

Drög að verklagsreglum liggja nú fyrir til kynningar í byggðarráði.
Byggðarráð vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Kristjan Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:05

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Á 278. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;

Byggðarráð vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða fyrirliggjandi reglur.