Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

278. fundur 17. janúar 2019 kl. 08:30 - 09:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 201901023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga formanns byggðarráðs Kolbrúnar Ödu Gunnarsdóttur um að fjölga gjalddögum vegna greiðslu fasteignagjalda úr 7 í 9.
Gjalddagar fasteignagjalda hafa til þessa verið mánaðarlega frá 1. febrúar til 1. ágúst ár hvert en verða samkvæmt tillögunni mánaðarlega frá 1. febrúar til 1. október ár hvert.
Sem dæmi þá verða greiðslur hvers mánaðar, af fasteignagjöldum sem eru 300.000, 33.333 krónur á mánuði í stað 42.857 króna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

2.Reglur um afslátt á fasteignaskatti

Málsnúmer 201612166Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá formanni byggðarráðs Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur um breytingu á reglum vegna afsláttar á fasteignasköttum sem gilda frá 1. janúar 2019. Samkvæmt tillögunni hækka tekjuviðmið í reglunum um 23% sem er svipuð hækkun og hefur verið á fasteignagjöldum síðustu tvö ár.

Benóný Valur Jakobsson mætti á fundinn kl. 8:46.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

3.Verklagsreglur, viðauki við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201811055Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 15. nóvember s.l. var tekið fyrir bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins varðandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli reikningsskila- og upplýsinganefndar að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfiferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Á ofangreindum fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarstjóra er falið að vinna drög að verklagsreglum um gerð viðauka og leggja fyrir sveitarstjórn.

Drög að verklagsreglum liggja nú fyrir til kynningar í byggðarráði.
Byggðarráð vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Kristjan Þór Magnússon vék af fundi kl. 9:05

4.Framfarafélag Öxarfjarðar, tækifærisleyfi v/þorrablóts í Pakkhúsinu á Kópaskeri.

Málsnúmer 201901040Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Framfarafélags Öxarfjarðar um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Pakkhúsinu á Kópaskeri frá kl. 19:00 þann 26. janúar til kl. 03:00 sunnudaginn 27. janúar 2019.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

5.Kvenfélag Keldhverfunga, tækifærisleyfi fyrir þorrablót í Skúlagarði.

Málsnúmer 201901041Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Kvenfélags Keldhverfinga um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts Keldhverfinga í Skúlagarði frá kl. 19:30 þann 2. febrúar til kl. 03:00 sunnudaginn 3. febrúar 2019.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

Fundi slitið - kl. 09:35.