Fara í efni

Fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 201901023

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 278. fundur - 17.01.2019

Fyrir byggðarráði liggur tillaga formanns byggðarráðs Kolbrúnar Ödu Gunnarsdóttur um að fjölga gjalddögum vegna greiðslu fasteignagjalda úr 7 í 9.
Gjalddagar fasteignagjalda hafa til þessa verið mánaðarlega frá 1. febrúar til 1. ágúst ár hvert en verða samkvæmt tillögunni mánaðarlega frá 1. febrúar til 1. október ár hvert.
Sem dæmi þá verða greiðslur hvers mánaðar, af fasteignagjöldum sem eru 300.000, 33.333 krónur á mánuði í stað 42.857 króna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar breyting á fjölda gjaldadaga fasteignagjalda árið 2019, samkvæmt reglugerð nr. 1160 frá 2005 þar sem kveður á um að sveitarstjórn ákveði fjölda gjalddaga. Á 278. fundi byggðarráðs hvar tillaga þess efnis að fjölga gjalddögunum fasteignagjalda árið 2019 úr sjö í níu var samþykkt.
Til máls tók: Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjölgun gjalddaga fasteignagjalda árið 2019 úr sjö í níu.