Fara í efni

Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 8. fundur - 15.10.2018

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019.
Lagt fram til kynningar. Áætlunin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 9. fundur - 22.10.2018

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun fræðslusviðs Norðurþings árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi fræðslusviðs verði hækkaður um sem nemur 50 milljónum kr.

Byggðarráð Norðurþings - 269. fundur - 24.10.2018

Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi fræðslusviðs verði hækkaður um sem nemur 50 milljónum kr.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 9:54.

Byggðarráð leggur til að rammi fræðslu- og uppeldismála verði hækkaður um 50 milljónir.

Fjölskylduráð - 12. fundur - 12.11.2018

Fræðslustjóri leggur fram fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019 til umræðu fyrir ráðið.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til umfjöllunar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018

Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir yfirferðina.

Fjölskylduráð - 14. fundur - 26.11.2018

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagáætlun fræðslusviðs 2019.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og vísar henni til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 273. fundur - 29.11.2018

Á fundi fjölskylduráðs þann 26. nóvember s.l. var áframahaldandi umfjöllun um fjárhagáætlun fræðslusviðs 2019.

Á fundinum var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun fræðslusviðs og vísar henni til byggðarráðs.

Jón Höskuldsson kemur á fundinn og fer yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldissviðs.
Byggðarráð þakkar Jóni fyrir greinargóða yfirferð á rekstri málaflokka fræðslusviðs.