Fara í efni

Fjölskylduráð

9. fundur 22. október 2018 kl. 12:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagmálastjóri sat fundinn undir lið 7-9.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 9-10.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1-3 og 7.
Árni Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 4-6.
Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdastjóri Tröppu ehf sat fundinn undir lið 7.
Sólveig Mikaelsdóttir sérkennsluráðgjafi sat fundinn undir lið 7.
Guðrún Eiríksdóttir sérkennslustjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 7.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 7.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur sat fundinn undir lið 7.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 7.
Elsa Björk Skúladóttir deildarstjóri stoðþjónustu í Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 7.

1.Borgarhólsskóli - Heimsókn fjölskylduráðs

Málsnúmer 201810054Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Borgarhólsskóla og skólastjóri kynnir starfsemi hans.
Fjölskylduráð heimsótti Borgarhólsskóla og Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri kynnti starfsemi hans. Ráðið þakkar Þórgunni fyrir kynninguna.

2.Borgarhólsskóli - Ársskýrsla 2017-2018

Málsnúmer 201810053Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Borgarhólsskóla 2017-2018.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla lagði fram ársskýrslu skólans 2017-2018.

3.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2018-2019

Málsnúmer 201810051Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar starfsáætlun Borgarhólsskóla 2018-2019.
Skólastjóri Borgarhólsskóla lagði fram starfsáætlun Borgarhólsskóla fyrir árið 2018-2019.

4.Tónlistarskóli Húsavíkur - Heimsókn fjölskylduráðs

Málsnúmer 201810056Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Tónlistarskóla Húsavíkur og skólastjóri kynnir starfsemi hans.
Fjölskylduráð heimsótti Tónlistarskóla Húsavíkur og kynnti Árni Sigurbjörnsson skólastjóri starfsemi skólans. Ráðið þakkar Árna fyrir kynninguna.

5.Tónlistarskóli Húsavíkur - Ársskýrsla 2017-2018

Málsnúmer 201810055Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Tónlistarskóla Húsavíkur 2017-2018.
Árni Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistaskólans lagði fram ársskýrslu skólans fyrir árið 2017-2018.

6.Tónlistarskóli Húsavíkur - Starfsáætlun 2018-2019

Málsnúmer 201810057Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar starfsáætlun Tónlistarskóla Húsavíkur 2018-2019.
Skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur lagði fram starfsáætlun skólans fyrir árið 2018-2019.

7.Kynning á Tröppu Þjónusta ehf.

Málsnúmer 201810033Vakta málsnúmer

Kristrún Lind Birgisdóttir kynnir fyrir fjölskylduráði starfsemi Tröppu þjónustu, þjálfun og ráðgjöf. Trappa býður upp á almennan lögbundinn stuðning við starfsemi leik - og grunnskóla og starfsfólks þeirra auk þess að bjóða upp á talmeinaþjónustu og námskeið fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd sem og sveitarstjórnarfólki almennt.
Fjölskylduráð þakkar Kristrúnu kynninguna á starfsemi og þjónustu Tröppu.
Fjölskylduráð leggur til að ráðinu og sveitarstjórnarfulltrúum verði boðið á námskeið Tröppu fyrir kjörna fulltrúa í skólanefnd. Fræðslufulltrúa er falið að kanna kostnað og tímasetja námskeiðið.

8.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun fræðslusviðs Norðurþings árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi fræðslusviðs verði hækkaður um sem nemur 50 milljónum kr.

9.Félagsþjónusta Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810044Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun félagsþjónustu Norðurþings árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi félagsþjónustu verði hækkaður um sem nemur 16,8 milljónum kr.

10.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2019

Málsnúmer 201810043Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs Norðurþings árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaður um sem nemur 12,3 milljónum kr.

Fundi slitið - kl. 18:00.