Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Vegagerðin, áframhaldandi þjónusta vegna Húsavíkurhöfðaganga
201810064
Erindi hefur borist frá lögmanni PCC BakkiSilicon hf. vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um rekstur Húsavíkuhöfðaganga. Félagið áskilur sér allan rétt til að krefja hvern og einn viðtakanda bréfsins, sem sömuleiðis var sent á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Vegagerðina, um allan þann kostnað sem PCC verður fyrir vegna veghalds taki þeir það að sér á meðan málið er óleyst. Hvort sem hann stafar af útlögðum kostnaði eða kostnaði við að annast umsýslu og utanumhald með því verkefni.
Byggðarráð Norðurþings ítrekar fyrri bókun um málið og fer fram á það að þeir aðilar sem hafa með málið að gera finni lausn á því svo fljótt sem auðið er.
2.Ósk um aukaframlag vegna ráðningar framkvæmdastjóra
201810098
Stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingum til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra. Fjárhæðinni er skipt milli sveitarfélaga eftir íbúatölu m.v. 1. des. næstliðins árs líkt og árgjöld sveitarfélaganna til Eyþings.
Byggðarráð samþykkir aukaframlag til Eyþings í samræmi við hlutfallslega skiptingu sem fyrir liggur, samtals krónur 999.325.
3.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017-2018
201702089
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 2. stjórnarfundar stjórnar DA frá 9. október 2018.
Lagt fram til kynningar.
4.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Til umsagnar 27. mál, tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda
201810069
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
5.Drög að samkomulagi um starfsemi Húsavíkurstofu 2019-2021
201810113
Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi Norðurþings og Húsavíkurstofu. Leiðarljós samningsins skal vera það að Húsavíkurstofa vinni að því að Norðurþing sé eftirsóttur áfangastaður allt árið um kring og að sveitarfélagið verði kynnt á öflugan hátt þannig að ferðamenn fái notið sem best þeirrar menningar, afþreyingar og þjónustu sem er í boði á svæðinu í heild.
Byggðarráð telur brýnt að auka markaðs- og ímyndarvinnu fyrir svæðið og fagnar því jafnframt að samtök ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu vilji byggja upp Húsavíkurstofu á ný til þessara verkefna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og leggja fyrir ráðið á ný til samþykktar.
6.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019
201810022
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi fræðslusviðs verði hækkaður um sem nemur 50 milljónum kr.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 9:54.
Byggðarráð leggur til að rammi fræðslu- og uppeldismála verði hækkaður um 50 milljónir.
Byggðarráð leggur til að rammi fræðslu- og uppeldismála verði hækkaður um 50 milljónir.
7.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2019
201810043
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkaður um sem nemur 12,3 milljónum kr.
Byggðarráð leggur til að rammi æskulýðs- og íþróttamála verði hækkaður um 12,3 milljónir.
8.Félagsþjónusta Fjárhagsáætlun 2019
201810044
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við byggðarráð að fjárhagsrammi félagsþjónustu verði hækkaður um sem nemur 16,8 milljónum kr.
Byggðarráð leggur til að rammi félagsþjónustu verði hækkaður um 16,8 milljónir.
9.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019
201805247
Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsáætlun 2019 til umræðu.
Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar og fyrstu drög að henni.
Fundi slitið - kl. 10:50.