Fara í efni

Vegagerðin, áframhaldandi þjónusta vegna Húsavíkurhöfðagagna

Málsnúmer 201810064

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 268. fundur - 17.10.2018

Þann 8. október barst sveitarstjóra tölvupóstur frá forstjóra Vegagerðarinnar þess efnis að hennar stofnun væri það óheimilt að þjónusta Húsavíkurhöfðagöng af opinberu fé þar sem þau væru ekki á forræði Vegagerðarinnar, ekki hefði verið áætlað fyrir þjónustunni á fjárlögum og þessvegna yrði afskiptum af göngunum hætt frá og með 1. nóvember n.k.
Að mati byggðarráðs er uppi alvarleg staða þar sem ekki er búið að tryggja rekstrarframlag til jarðganganna gegnum Húsavíkurhöfða, sem mun hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér gagnvart þeim fyrirtækjum sem um þau þurfa að ferðast með hráefni til og frá iðnaðarsvæðinu á Bakka. Ljóst má þykja að sveitarfélagið Norðurþing mun ekki taka að sér rekstur og viðhald jarðganga gegnum Húsavíkurhöfða, enda er það ekki hlutverk sveitarfélagsins, heldur ríkisins skv. því uppleggi sem legið hefur fyrir frá því ákvörðun um framkvæmd þeirra var tekin. Byggðarráð Norðurþings skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fjármálaráðuneytið að ganga frá málinu hið snarsta svo íslenskt vetrarveður fari ekki að hamla nauðsynlegum samgöngum gegnum göngin með ærnum kostnaði fyrir fyrirtæki á svæðinu.

Byggðarráð Norðurþings - 269. fundur - 24.10.2018

Erindi hefur borist frá lögmanni PCC BakkiSilicon hf. vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um rekstur Húsavíkuhöfðaganga. Félagið áskilur sér allan rétt til að krefja hvern og einn viðtakanda bréfsins, sem sömuleiðis var sent á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Vegagerðina, um allan þann kostnað sem PCC verður fyrir vegna veghalds taki þeir það að sér á meðan málið er óleyst. Hvort sem hann stafar af útlögðum kostnaði eða kostnaði við að annast umsýslu og utanumhald með því verkefni.
Byggðarráð Norðurþings ítrekar fyrri bókun um málið og fer fram á það að þeir aðilar sem hafa með málið að gera finni lausn á því svo fljótt sem auðið er.