Fara í efni

Drög að samkomulagi um starfsemi Húsavíkurstofu 2019-2021

Málsnúmer 201810113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 269. fundur - 24.10.2018

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi Norðurþings og Húsavíkurstofu. Leiðarljós samningsins skal vera það að Húsavíkurstofa vinni að því að Norðurþing sé eftirsóttur áfangastaður allt árið um kring og að sveitarfélagið verði kynnt á öflugan hátt þannig að ferðamenn fái notið sem best þeirrar menningar, afþreyingar og þjónustu sem er í boði á svæðinu í heild.
Byggðarráð telur brýnt að auka markaðs- og ímyndarvinnu fyrir svæðið og fagnar því jafnframt að samtök ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu vilji byggja upp Húsavíkurstofu á ný til þessara verkefna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og leggja fyrir ráðið á ný til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018

Fyrir byggðarráði liggur samningur milli Húsavíkurstofu og Norðurþings sem gerður er til tveggja ára. Samningurinn hefur það að leiðarljósi að Húsavíkurstofa vinni að því að Norðurþing sé eftisóttur áfangastaður allt árið um kring.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum sem verður lagður til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarfundi ásamt tillögum að fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 86. fundur - 20.11.2018

Á 271. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum sem verður lagður til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarfundi ásamt tillögum að fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu.

Til máls tóku: Kristján, Örlygur, Hjálmar, Bergur og Kolbrún Ada.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að málinu verði vísað aftur í byggðaráð til að skilagreina betur markmið og tilgang. Sérstaklega verði horft til þess að flétta saman markaðs- og menningarmál sveitarfélagsins sjálfs enda stendur til að ráða í hálft starf menningarfulltrúa.
Með því að sinna markaðs- og menningarmálum sveitarfélagsins má ná fram markmiðum sem kveðið er á um í samningsdrögum við Húsavíkurstofu.
Sveitarfélagið getur gert miklu betur í að sinna markaðs- og menningarmálum, s.s. vinabæjarsamskiptum, árlegir viðburðir, samskipti við; félagasamtök, sjóði, stofnanir og fyrirtæki. Auk þess að efla ímynd samfélagsins í víðu samhengi byggt á menningu og sögu.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir


Sveitarstjórn hafnar tillögunni með atkvæðum Benónýs, Helenu, Kolbrúnar, Kristjáns og Örlygs.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund greiða atkvæðu með tillögunni.


Sveitarstjórn staðfestir samninginn með atkvæðum Benónýs, Helenu, Kolbrúnar, Kristjáns og Örlygs.
Bergur, Hafrún, Hjálmar og Hrund sátu hjá.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta skipun í stjórn til næsta fundar sveitarstjórnar þann 11. desember.

Sveitarstjórn Norðurþings - 87. fundur - 13.12.2018

Sveitarstjórn samþykkti á 86. fundi sínum að skipa í stjórn Húsavíkurstofu og fundi sveitarstjórnar í desember.

Til máls tóku: Bergur og Örlygur.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fyrir hönd Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu taki sæti Bergur Elías Ágústsson og Silja Jóhannesdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.