Fara í efni

Fjölskylduráð

8. fundur 15. október 2018 kl. 13:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
  • Kjartan Páll Þórarinsson
  • Hróðný Lund
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir Skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2019

Málsnúmer 201810043Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2019.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera breytingar á fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019 á eftirfarandi atriðum;

Sumarskóli
Viðhald leikvalla
Heilsueflandi samfélag
Tækjakaup í íþróttahúsum
Frístundastyrkir
Félagsmiðstöðvar fræðsluerindi

Áætlunin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins.

2.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2019.
Lagt fram til kynningar. Áætlunin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins.

3.Félagsþjónusta Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201810044Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlun félagsþjónstu 2019.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að gera breytingar á fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019 á eftirfarandi atriðum;

Stöðugildi félagsráðgjafa.
Kaup á starfsmannabifreið í málaflokki fatlaðra sem kemur til þjónustu vegna nýrra laga í málefnum fatlaðra.


Áætlunin verður aftur til umræðu á næsta fundi ráðsins.

4.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2019

Málsnúmer 201810041Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá íþróttamannvirkja 2019.
Íþróttahöll Húsavíkur

1/1 salur pr. klst. kr. 7.050
2/3 salur pr. klst. kr. 4.700
1/3 salur pr. klst. kr. 3.500

Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 3.500
Leigugjald fyrir allan salinn í sólarhring kr. 152.000
Leiga á stólum út úr húsi: 450 kr.

Leiga á sal utan hefðbundins opnunartíma (morguntímar)
1/1 salur pr. klst. kr. 11.950
2/3 salur pr. klst. kr. 9.600
1/3 salur pr. klst. kr. 8.500
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 8.500


Íþróttahús Lundur/Kópasker

Salur til útleigu
1/1 salur = pr. klst. kr. 4.750


Stakt skipti einstaklingur: kr. 600
10 miðakort: kr. 5.000
30 miðakort: kr. 12.000
Hópatími/salur (1 klst): kr. 4.200


Sundlaugar Norðurþings (Húsavík og Lundur)

Fullorðnir
Stakir miðar kr. 800
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.500
Afsláttarmiðar 30 stk. Kr. 12.500
Árskort kr. 33.000
Fjölskyldukort kr. 21.500

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 350
Afsláttarmiðar kr. 2.100
Árskort kr. 16.000
Fjölskyldukort kr. 8.000
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 350
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.100
Frístundakort 1.barn kr. 3.000
2.barn kr. 2.000
3.barn kr. frítt

Sundföt/Handklæði
Sundföt kr. 750
Handklæði kr. 750
Handklæði sundföt sundferð kr. 1.550


Útleiga á Sundlaug með vaktmanni til námskeiða kr. 12.000 (klst)
*Sé þess krafist í afgreiðslu gætu gestir þurft að framvísa viðeigandi skírteinum.


Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Gjaldskrá Frístundar Húsavík 2019

Málsnúmer 201810042Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá Frístundar á Húsavík 2019. Lögð er til 2,9% hækkun frá fyrra ári.
Gjald fyrir aðgang að frístundaheimilinu er 

Fullt pláss 21.300 kr.
Hálf nýting 12.245 kr.


Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn
75% fyrir þriðja
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.  
Systkinaafsláttur ef barn á systkini á leikskóla.

Hálf vistun er allt að 3 dagar í viku



Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Skólamötuneyti - Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 201810039Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi 2019. Lögð er til 2,9% hækkun gjaldskrár mötuneytis Borgarhólsskóla, 5% hækkun gjaldskrár mötuneytis Öxarfjarðarskóla og 50 krónu hækkun gjaldskrár mötuneytis Grunnskóla Raufarhafnar vegna aukinnar þjónustu.
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi 2019




Borgarhólsskóli kr. 499
Grunnskóli Raufarhafnar kr. 450

Öxarfjarðarskóli
Nemendur grunnskóla kr. 636
Nemendur leikskóla kr. 498

Fæðisgjöld í Grunnskólanum á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóla eru reiknuð út frá hráefniskostnaði hverju sinni.
Í Borgarhólsskóla fá nemendur morgunverð, ávaxtastund og hádegisverð
Í Grunnskóla Raufarhafnar fá nemendur morgun- og hádegisverð
Í Öxarfjarðarskóla fá nemendur morgun- og hádegisverð og síðdegishressingu.



Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Leikskólar - Gjaldskrá 2019

Málsnúmer 201810038Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá leikskóla 2019. Lögð er til 2,9% hækkun á vistunargjöldum en að fæðisgjöld á Grænuvöllum standi í stað.
Leikskólarnir í Norðurþingi Gjaldskrá 2019

Grænuvellir
Vistun mánaðargjöld:
almennt gjald einstæðir
1 Klst. 3.421.- 2.459.-
4 Klst. 13.686.- 9.837.-
5 Klst. 17.107.- 12.297.-
6 Klst. 20.529.- 14.756.-
7 Klst. 23.950.- 17.215.-
8 Klst. 27.371.- 19.674.-
8 1/2 Klst. 30.792.- 22.133.-

Fæði mánaðargjöld:
Morgunverður á Grænuvöllum
2.455.-
Hádegisverður á Grænuvöllum
5.846.-
Síðdegishressing á Grænuvöllum
2.455.-
Mjólkurgjald í Lundi og á Raufarhöfn
640.-

Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma kr. 1000.-

Systkinaafsláttur
með 2. barni 50%



með 3. barni 75%


Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um. Umsóknum skal skila til leikskólastjóra fyrir upphaf námsannar.


Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2019

Málsnúmer 201810037Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2019. Lögð er til 2,9% hækkun gjaldskrár.
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2018 - 2019



Vor 2019:




Einkatímar

60 mín.
47.088.-



50 mín.
43.724.-

40 mín.
35.877.-


30 mín.
30.270.-



20 mín.
24.665.-





Einkatímar með afslætti:


60 mín.
35.316.-




50 mín.
32.793.-




40 mín.
26.908.-




30 mín.
22.703.-




20 mín.
18.499.-





Tveir eða fleiri:
60 mín.
28.029.-




50 mín.
25.225.-




40 mín.
22.423.-




30 mín.
20.180.-



20 mín.
16.818.-



Tveir eða fleiri með afslætti:

60 mín.
21.022.-




50 mín.
18.920.-




40 mín.
16.818.-




30 mín.
15.135.-




20 mín.
12.613.-





21.árs og eldri:

60 mín.
61.626.-




50 mín.
49.891.-




40 mín.
47.088.-




30 mín.
40.361.-




20 mín.
35.877.-





21. árs og eldri með afslætti:
60 mín.
46.247.-




50 mín.
37.419.-




40 mín.
35.316.-




30 mín.
30.270.-




20 mín.
26.908.-





tveir eða fleiri:



60 mín.
36.437.-




50 mín.
33.074.-




40 mín.
29.149.-




30 mín.
25.787.-




20 mín.
21.863.-





Tveir eða fleiri með afslætti:


60 mín.
27.327.-




50 mín.
24.805.-




40 mín.
21.863.-




30 mín.
19.340.-




20 mín.
16.397.-









Undirleikur:
60 mín.
71.192.-


50 mín.
62.223.-




40 mín.
53.142.-

30 mín.
47.648.-

20 mín.
34.755.-


Hljóðfæraleiga:
6.502.-


Kór:
12.893.-


Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

9.Þjónustan Heim - Gjaldskrá 2019

Málsnúmer 201810032Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá Þjónustan Heim 2019. Lögð er til 2,9% hækkun gjaldskrár.
Fullt gjald fyrir hverja unna vinnustund er kr. 2.728.- frá 01.01.2019.

Tekjumörk þjónustuþega sem búa einir:

Gjaldflokkur:
Allt að 239.484 kr pr. mán 0 kr/klst
Á bilinu 239.484 - 353.851 kr/mán
909 kr/klst
Á bilinu 353.851 - 411.034 kr/mán
1.364 kr/klst
Yfir 411.034 kr/mán
2.728 kr/klst

Tekjumörk hjóna kr/mán.
Allt að 359.226 kr/mán 0 kr/klst
Á bilinu 359.226 - 530.777 kr/mán 909 kr/klst
Á bilinu 530.777 - 616.552 kr/mán 1.364 kr/klst
Yfir 616.552 kr/mán
2.728 kr/klst

Tekjumörk örorku/endurhæfingarlífeyrisþega er 239.484 pr. mán

Gjaldskráin gildir frá 1. janúar 2019.


Fjölskylduráð samþykkir samhljóða að visa gjaldskránni til staðfestingar í sveitarstjórn.

10.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 201809058Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir erindi um byggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða

Mjög mikil þörf er á sértæku húsnæðisúrræði í Norðurþingi fyrir fatlaða. Í dag eru 6 fullorðnir einstaklingar á biðlista eftir sértæku húsnæðisúrræði og verður að bregðast við því.

Tillagan er sú að sækja um stofnframlög til byggingar 6 íbúða búsetjukjarna sem byggður verði við Pálsreit. Hver íbúð yrði um 50-60 fermetrar, sameiginlegur kjarni/aðstaða fyrir íbúa og lítil starfsmannaaðstaða.
Ráðið telur brýnt að hafist verði handa við undirbúning byggingar 6 íbúða búsetukjarna við Pálsreit í samræmi við knýjandi þörf í sveitarfélaginu fyrir þess háttar búsetuúrræði.

Fjölskylduráð vísar tillögunni til byggðarráðs til afgreiðslu.

11.Umsókn um rekstrarstyrk 2019

Málsnúmer 201810030Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur umsókn um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir árið 2019 að upphæð 150.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf fyrir árið 2019 að upphæð 150.000 kr.

12.Öldungaráð 2018

Málsnúmer 201806213Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja tilnefningar til öldungaráðs Norðurþings 2018 - 2022. Félag eldri borgara á Raufarhöfn tilnefnir Helga Ólafsson sem aðalmann og Jónas Friðrik sem varamann. Félag eldri borgara í Öxarfirði tilnefnir Jón Grímsson sem aðalmann og Erlu Óskarsdóttir sem varamann. Félag eldri borgara á Húsavík tilnefnir Lilju Skarphéðinsdóttir sem aðalmann og Kristbjörgu Sigurðardóttir sem varmann. Norðurþing tilnefnir Tryggva Jóhannsson, Rannveigu Benediktsdóttir og Fanneyju Hreinsdóttir.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tilnefningar í öldungaráð Norðurþings 2018-2022. Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að boða ráðið til fyrsta fundar.

13.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis Til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál.

Málsnúmer 201809163Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur til umsagnar 25. mál frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,


Lagt fram til kynningar.

14.Unglingalandsmót UMFÍ 2021 / 2022

Málsnúmer 201809111Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk frá stjórn UMFÍ eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina ár hvert. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í fyrsta skipti á Dalvík árið 1992 og hefur síðan þá vaxið og dafnað. Nú er svo komið að Unglingalandsmót UMFÍ er orðinn ómissandi viðburður hjá mörgum fjölskyldum um verslunarmannahelgi.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 10. desember 2018.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.